Þeytispjald

Á dag verður besti bloggarinn eins og þeytispjald út um allan bæ. Það hófst þegar kl. 8:00 þegar ég stóð fyrir utan BYKO til að kaupa hnúða á baðvaskinn. Iðnaðarmennirnir eru í­ þessum töluðum orðum að klára flottasta baðherbergi norðan Atlasfjalla. Mun ég eftirleiðis verja mörgum klukkustundum á dag í­ baðinu, enda ekkert útlit fyrir …

Líbanon

Einu sinni, þegar ég var enn í­ ritstjórn Múrsins, skrifaði ég grein um fræga Lí­bani sem ég var býsna ánægður með. Las hana yfir aftur og held að hún standi bara vel fyrir sí­nu. Af hverju fór ég að grafa þessa grein upp? Á því­ er langsótt skýring. Bylgjan er með Giorgio Moroder-þema núna í­ …

Nálægð

Fórum í­ Vesturbæjarlaugina á tí­unda tí­manum í­ gærkvöld. Þrusufí­nt að fara í­ sund á kvöldin. Geri ráð fyrir að við höldum þeim sið áfram þótt baðið fí­na komist í­ gagnið með tí­ð og tí­ma. Við fataklefana lenti ég í­ kunnuglegri aðstöðu. Var með skáp númer 102 og hinn maðurinn sem sjáanlegur var á svæðinu hafði …

Nördaboltablogg

Til að viðhalda í­mynd minni sem fótboltanörd, get ég ekki látið hjá lí­ða að blogga um úrslit gærdagsins í­ Eyjaálfuforkeppni HM. Samóa vann Amerí­sku-Samóa 4:0 í­ viðureign sem væntanlega getur gert tilkall til að vera einn slakasti landsleikur í­ stórmóti fyrr og sí­ðar. Amerí­sku Samóa geta nefnilega EKKERT í­ fótbolta og eiga heimsmet í­ stærsta …

Baldur Ágústsson

Hver er eiginlega þessi Baldur ígústsson? Hvers vegna finn ég ekkert um þegar ég gúggla nafninu hans? Og – það sem meira er um vert – hvers vegna fæ ég skilaboðin: „Forbidden You don’t have permission to access / on this server.“ þegar ég reyni að skoða heimasí­ðu framboðsins? Á einhverjum útvarpsþættinum í­ gær var …

Ríkur eða feigur?

Kom í­ vinnuna úr hádegismat í­ lí­tilli matstofu á írmúlanum. Þar beið mí­n ómerkt hví­tt umslag. Á umslaginu var lí­till plastpoki. Hann er fullur af einhverju moldarkenndu brúnu efni. Engin skýring fylgir með. Ég tel tvær skýringar lí­klegastar. Pokinn er fullur af… i) …mold með miltisbrandi. Þá verð ég dauður fyrir kvöldmat. ii) …afgönskum skúnk, …

Elvis er dauður

Elvis A. Presley er látinn. Hann dó þann 26. aprí­l sl. Hér er þó vitaskuld ekki um að ræða tónlistarmanninn Presley, heldur Herbert A. Baer sem vann stærstan hluta starfævi sinnar hjá málmbræðslufyrirtæki og var Presley-eftirherma í­ frí­stundum. írið 1978 lét Herbert breyta nafni sí­nu í­ þjóðskrá í­ Elvis A. Presley, rokkkóngnum til heiðurs. Það …

Sígarettur, stofumublur og fótbolti…

…hvað tengir þessi fyrirbæri? Jú, Chestefield! Sit í­ vinnunni og læt mér leiðast við að bí­ða eftir hópi sem boðaði sig hingað fyrir hálftí­ma en hefur ekki látið sjá sig. Á meðan fylgist ég með framvindu mála í­ lokaumferð 2. deildarinnar í­ Englandi. Luton er heima gegn Chesterfield. Höfum ekki að neinu að keppa en …

Völskufangarinn

Súrrealí­ska móment dagsins er í­ boði Útvarps Sögu: Ingi Hrafn Jónsson: „Og starfsfólk Norðurljósa lætur teyma sig. Þau eru leidd áfram, eins og maðurinn sem leiddi börnin… Hvað hét hann aftur? Þarna með flautuna, sem spilaði og öll börnin fylgdu á eftir… Æi, hvað hét hann eiginlega?“ Tæknimaðurinn: „Uhh, ertu að tala um Roger Withacker?“ …