Harðfiskur

Þvert á betri vitund keypti ég mér harðfisksbréf í­ 11-11 í­ gær. Þessir næfurþunnu pakkar innihalda sjaldnast góðan harðfisk. Hvers vegna drullast ég ekki oftar í­ Kolaportið til að kaupa almennilegan harðfisk – eða það sem betra væri, hvers vegna heimsækir konan sem selur pabba reglulega harðfisk ekki Norðurmýrina lí­ka? Hver segir að bara Vesturbæingar …

Benno

Einhverju sinni mæltist bloggfressið til þess að einingin Billy yrði tekin upp í­ SI-einingakerfið, enda IKEA orðin þekkt, alþjóðleg stærð. Þetta er frábær hugmynd og augljóslega myndi hvert Billy skiptast upp í­ 10 Benno. Keyptum okkur einmitt Benno-geisladiskastand um helgina, til viðbótar við þann sem fyrir var í­ stofunni. Þörfin var brýn, enda geisladiskahulstrin eins …

Lán í óláni

Fór með dæhatstjú-dósina hennar Steinunnar í­ skoðun. Fékk endurskoðun á hana. ístæðurnar voru assgoti ómerkilegar. Ónýt pera á stöðuljósi og lúið bí­lbelti. Kommon! Menn hafa sloppið í­ gegn með miklu verri hluti… Á hitt ber að lí­ta að við áttum allt eins von á miklu alvarlegri athugasemdum og það getur fjandakornið ekki þýtt mikil útgjöld …

EM og Volvo

Ef ég væri átta ára og hefði horft á leikinn í­ gær, þá myndi ég sko vilja vera markvörður. Jújú, það er svalt að verja ví­ti í­ ví­takeppni og fara langleiðina með að tryggja sí­nu liði sigurinn. Það er ofursvalt að taka sjálfur úrslitaví­tið. En það langsvalasta var að hann skyldi hafa farið úr hönskunum …

Bús

Annasamur dagur í­ vinnunni. Byrjaði á að bruna með Bláa drauminn í­ Kópavoginn, þar sem snillingarnir í­ Bí­lhúsinu – besta bifreiðaverkstæði höfuðborgarsvæðisins – ætla að reyna að lappa upp á ýmislegt smálegt. Hef mestar áhyggjur af bí­lstjórasætinu, sem er brotið. Lí­klega fæ ég ekki skoðun á bí­linn með ónýtt bí­lstjórasæti. Fyrsta verk í­ vinnunni var …

Brenni

Mæli með góðum nostalgí­ulista Þórdí­sar. Henni finnst skrí­tið að muna þessa hluti tæplega fertug. Sjálfur er ég rétt innan við þrí­tugt og man eftir 90% af þessu. Á listann vantar þó margt. Ekki er rætt um verslunina Ví­ði, en sérmerktir plastpokar hennar voru ótrúlega endingargóðir og jafnvel til ennþá á einhverjum heimilum. RKí-skyndihappdrættið var til …

Kvikasilfur

Kvikasilfur er skrýtið efni. Fyrr í­ dag helltu tveir vaskir verkamenn Orkuveitunnar slatta af kvikasilfri á gólfið á vinnustaðnum mí­num. Þar varð uppi fótur og fit. Núna veit ég að þegar kvikasilfur fer í­ gólfið, þá er best að ná því­ upp með því­ að kaupa brennistein og hella yfir efnið. Brennisteinninn og kvikasilfrið ganga …

Lissabon

Einu sinni var aldrei talað öðru ví­si um höfuðborg Kí­na en sem Peking. Svo uppgötvaði einhver að það væri hálfgerð enskusletta og að réttara væri að segja Bejing. Bejing-nafnið hefur upp frá því­ verið að taka yfir hægt og bí­tandi. Sömu sögu er að segja um ýmis önnur erlend örnefni. Það þykir ekki par fí­nt …

Meistarinn

Pabbi útskrifaðist sem meistari í­ umhverfisfræðum frá Háskólanum í­ fyrradag. Hörkupartý í­ Frostaskjólinu og svo voru afgöngunum gerð skil á sunnudag. Karlinn fékk 23 eða 24 flöskur af hinu fjölbreytilegasta áfengi, þ.á.m. fágætan Ardbeg frá okkur Steinunni, Guðrúnu og Elvari. Frumlegasta gjöfinn var þó stór pottur af kræklingum, sem étinn var upp til agna í­ …

Jess – Luton í FYRSTU DEILD!!!

Gleðifréttir! LUTON ER KOMIí Á FYRSTU DEILD! Slæmu fréttirnar. – Skýringin er sú að nú hefur breska knattspyrnusambandið ákveðið að breyta nafni fyrstu deildar (sem í­ raun er önnur deild) í­ „The Championship“ og gamla önnur deildin (sem í­ raun er þriðja deild) mun þá heita fyrsta deild og gamla þriðja deildin (sem í­ raun …