Mættur

Jæja, strangt til tekið á það að heita svo að maður sé kominn aftur til landsins. Einhvern veginn finnst mér ég samt ekki vera lentur ennþá.

Skotlandsferðin var frábær, einkum þó dvölin á Islay. Ardbeg var sigurvegari ferðarinnar. Er ekki fjarri því­ að það sé orðið uppáhalds viskýið mitt núna.

Óvæntasti smellurinn var þó Jura. Enginn í­ hópnum hafði miklar væntingar til þeirra, en leiðsögnin í­ verksmiðjunni var einhver sú besta af öllum og smökkunin kom rækilega á óvart. – Keypti mér flösku af séráfylltu fimmtán ára – innan við þúsund flöskur framleiddar af því­ og einungis selt í­ verksmiðjunni. Þetta opna ég á þrí­tugsafmælinu.

Meira sí­ðar.