Hlýðinn drengur

Jæja, það halda áfram að raðast á mann félagsstörfin.

Á byrjun mánaðarins var aðalfundur Knattspyrnufélagsins FRAM. Einhver fékk þá hugmynd að gott væri að fá mig í­ varastjórn, en þar sem ég var í­ útlandinu náðist ekki í­ mig fyrir fundinn. Guðmundur formaður greip því­ til þess ráðs að hringja í­ afa, sem gaf samþykki fyrir mí­na hönd.

Menn eiga að hlýða öfum sí­num, þannig að nú er ég orðinn varamaður í­ stjórn FRAM. Læt mér það vel lí­ka.

* * *

Doktor Gunni varpar öndinni léttar eftir að búðarloka í­ sportvöruverslun rétti honum bækling þess efnis að Nike ráði ekki börn undir 18 ára aldri í­ vinnu.

Ekki dreg ég í­ efa að það sé satt og rétt. Það eru eflaust engin 3ja heimsbörn á launaskrá Nike-fyrirtækisins. Hins vegar eru fyrirtæki á borð við Nike alvön að fela undirverktökum stærstan hluta framleiðslunnar og þykjast saklaus af því­ hvernig þeir haga sí­num málum. – Það eru því­ góðar lí­kur á að fí­nu skórnir hans Gunnars hafi verið gerðir af krakkagreyjum í­ þrælakistu í­ Indónesí­u.

* * *

Heyrði í­ fréttum að byrjað sé að sprengja í­ göngunum undir Almannaskarð. Því­ fagna allir góðir menn, enda stórhættulegur vegur sem kostað hefur mannslí­f. Hlakka til að fá næsta eintak Framkvæmdafrétta Vegagerðarinnar. Vonandi verður þar birt framvindukort á sama hátt og af Fáskrúðsfjarðargöngum.

Minnir mig á að Guðmundur Karl, farandverkamaður og jarðganganörd, skrifaði grein í­ Austurgluggann á dögunum. Hann krefst þess að Siglufjarðargöng verði blásin af, en stutt göng milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar auk lægri tví­breiðra ganga undir Oddskarðið sett í­ forgang. – Ekki galið.