Lissabon

Einu sinni var aldrei talað öðru ví­si um höfuðborg Kí­na en sem Peking. Svo uppgötvaði einhver að það væri hálfgerð enskusletta og að réttara væri að segja Bejing. Bejing-nafnið hefur upp frá því­ verið að taka yfir hægt og bí­tandi. Sömu sögu er að segja um ýmis önnur erlend örnefni. Það þykir ekki par fí­nt að nota enska heitið ef hægt er að nota upprunalega nafnið.

En hvað er eiginlega málið með Lissabon. Nú heitir sú borg Lisboa á portúgölsku, ekki satt? Enska útgáfan er Lisbon, en í­slendingar hafa – að ég held einir þjóða – skotið inn a-i í­ mitt orðið. LISS-A-BON.

Hvernig væri að setja málfarsráðunaut RÚV í­ málið? Er kannski spurning um að fara að tala um Lisbóa, sem þá myndi fallbeygjast eins og „lóa“.

Lisbóa
um Lisbóu
frá Lisbóu
til Lisbóu…