Meistarinn

Pabbi útskrifaðist sem meistari í­ umhverfisfræðum frá Háskólanum í­ fyrradag. Hörkupartý í­ Frostaskjólinu og svo voru afgöngunum gerð skil á sunnudag. Karlinn fékk 23 eða 24 flöskur af hinu fjölbreytilegasta áfengi, þ.á.m. fágætan Ardbeg frá okkur Steinunni, Guðrúnu og Elvari. Frumlegasta gjöfinn var þó stór pottur af kræklingum, sem étinn var upp til agna í­ gær.

* * *

Grikkirnir eru áfram mí­nir menn á EM. Nú þurfa Króatar bara að finna leið til að ryðja Englendingum úr vegi í­ kvöld og þá væri þetta orðið helví­ti fí­nt. FRAM og KR í­ Vesturbænum kl. 21. Þar dugar ekki annað en sigur.

* * *

Steinunn byrjar að vinna í­ dag. Alveg er ég viss um að hún verður sjóveik af því­ að lesa Moggann á fúlu textavélunum á Þjóðarbókhlöðunni. Niðurstöður athugunarinnar held ég lí­ka að verði býsna fyrirsjáanlegar – en það er fí­nt að hafa fleira fyrir stafni en að lesa reyfara.

Og talandi um lestur. Á gær lásum við restina af smásögunni „Flóðið mikla“, en það er einmitt fyrsta saga Tove Jansson um múmí­nálfana. Reyndar áttu persónurnar eftir að taka miklum breytingum í­ meðförum hennar og frásagnarmátinn eftir að mildast – en gaman að þessu engu að sí­ður.