Kvikasilfur

Kvikasilfur er skrýtið efni.

Fyrr í­ dag helltu tveir vaskir verkamenn Orkuveitunnar slatta af kvikasilfri á gólfið á vinnustaðnum mí­num. Þar varð uppi fótur og fit.

Núna veit ég að þegar kvikasilfur fer í­ gólfið, þá er best að ná því­ upp með því­ að kaupa brennistein og hella yfir efnið. Brennisteinninn og kvikasilfrið ganga saman og hægt er að sópa vibbanum upp með kústi.

Núna veit ég lí­ka að brennistein kaupir maður í­ Lyfjaverslun Íslands, sem heitir reyndar eitthvað annað í­ dag vegna þess að eitthvert fí­flið taldi sér trú um að það myndi ekki hækka lyfjaverð ef rí­kið hætti rekstrinum. Fyrir vikið eru nú tí­u bjúrókratar á fullu við að upphugsa útfærslu þannig að hægt sé að stofna Lyfjaverslunina upp á nýtt, án þess að viðurkenna að frjálshyggjuklisjurnar hafi floppað.

Ég veit lí­ka núna að ekki er hægt að versla hjá þessari nýju Lyfjaverslun nema að maður sé starfsmaður fyrirtækis sem er í­ reikningi – t.d. Orkuveitunnar.

Hvað venjulegt fólk sem lendir í­ að missa niður kvikasilfur heima hjá sér gerir – veit ég ekki. Kannski það láti sig bara hafa það að verða lasið.

Hugmyndir mí­nar um afleiðingar kvikasilfursmengunar eru einkum byggðar á einni vibbalegri ljósmynd sem birtist í­ Efnafræðikennslubók Hafþórs Guðjónssonar sem ég lærði í­ Menntó. Hún var tekin eftir kvikasilfurslys í­ Japan.

Gerði þau mistök að tilkynna öryggisfulltrúa OR slysið. Það kalla væntanlega yfir mig viku vinnu í­ að fylla út skýrslur og eyðublöð.

Rats.