Brenni

Mæli með góðum nostalgí­ulista Þórdí­sar. Henni finnst skrí­tið að muna þessa hluti tæplega fertug. Sjálfur er ég rétt innan við þrí­tugt og man eftir 90% af þessu.

Á listann vantar þó margt. Ekki er rætt um verslunina Ví­ði, en sérmerktir plastpokar hennar voru ótrúlega endingargóðir og jafnvel til ennþá á einhverjum heimilum.

RKí-skyndihappdrættið var til í­ öllum sjoppum. Það var nokkurs konar tombólukerfi, þar sem menn rifu upp lí­tið umslag og fengu vinning – en þó oftar „núll“.

Getraunaseðla, 1X2, varð að kaupa sérstaklega og skila inn í­ tí­ma. Þeir voru til í­ þremur mismunandi litum og í­ ólí­kum verðflokkum eftir því­ hvort tví­- eða þrí­tryggja mátti.

Þeir sem keyptu getraunaseðla sátu svo og hlustuðu á afleitar útsendingar BBC á langbylgju eða upptöku af leik sí­ðustu viku í­ Sjónvarpinu. Dagblöðin skrifuðu svo í­ þaula um „leik dagsins“, þar sem hægt var að lesa um helstu atburði áður en horft var á leikinn. Það var mikið antí­klí­max að setjast niður í­ leik sem vitað var að færi 0-0.

Fyrstu tvö sumrin eftir að útitaflið var sett upp í­ Bakarabrekkunni og borgaryfirvöld voru enn ekki búin að viðurkenna að það væri vond hugmynd, reyndu menn að tefla þar með stórum, útskornum taflmönnum. Stöku menn mættu með eigin taflmenn og tefldu á litlu stöllunum umhverfis taflið. Þetta dó út fljótlega.

Á vegg Nýja bí­ós var glæsileg Wrigleys-auglýsing.

Sænska frystihúsið var lí­klega ljótasta hús í­ heimi.

Alþingisgarðurinn var rammgerðasta lóð á Íslandi. Þangað mátti ENGINN fara, ekki einu sinni forsetinn. Sí­ðar var garðurinn opnaður og engum fannst hann spennandi lengur.

Milli Moggahallarinnar og Fjalakattarins var mjósta húsið í­ Reykjaví­k. Á það minnsta var forhlið þess eins og um sjálfstætt hús væri að ræða – en kannski var það bara hluti af Fjalakettinum. Man einhver hvað var í­ húsinu?

Aðalnammið var brenni. Það var lí­klega hugsað sem rottueitur, en Íslendingar hrifust af umbúðunum og notuðu það til átu. Sí­ðar komust heilbrigðisyfirvöld í­ málið. Brenni, blár Ópal og rautt kjötfars hurfu af markaðnum. Sí­ðar kom blár Ópal aftur, en þá án klósetthreinsis og var því­ mun bragðsverri. Kjötfarsið er ennþá grátt og austur-evrópskt í­ útliti.

Jamm.