Bús

Annasamur dagur í­ vinnunni.

Byrjaði á að bruna með Bláa drauminn í­ Kópavoginn, þar sem snillingarnir í­ Bí­lhúsinu – besta bifreiðaverkstæði höfuðborgarsvæðisins – ætla að reyna að lappa upp á ýmislegt smálegt. Hef mestar áhyggjur af bí­lstjórasætinu, sem er brotið. Lí­klega fæ ég ekki skoðun á bí­linn með ónýtt bí­lstjórasæti.

Fyrsta verk í­ vinnunni var að skjótast ásamt Sverri og Nikka vörubí­lstjóra niður á Engjateig þar sem vaskir starfsmenn Orkuveitunnar komu um daginn niður á merkar fornminjar – stubb úr hitaveituleiðslunni úr Laugunum frá 1930. Þetta er Valþjófsstaðahurð lagnasögunnar. Skí­tt með fokkí­ng ví­kingasverðið – nær væri að Þjóðminjasafnið skellti þessu á Melatorgið!

Eftir að hafa komið djásninu í­ trygga geymslu lá leiðin aftur á safnið þar sem hópur ungra blindra og sjónskertra einstaklinga frá Norðurlöndunum beið. Æðislega skemmtileg heimsókn fylgdi í­ kjölfarið. Þau fóru út í­ Elliðarástöðina og klöppuðu og struku vélunum. Held að þau hafi upplifað heimsóknina miklu sterkar og betur en flestir sjáandi gestir.

Útréttingar og snatt fylgdu í­ kjölfarið. Hitti mann á fundi, ræddi við annan í­ gegnum sí­ma og slá þriðja verkefninu á frest í­ gegnum tölvupóst. Héldum því­ næst upp í­ höfuðstöðvar að ganga frá pappí­rsvinnu tengdri ráðningu Sverris. Notuðum ferðina til að lí­ta inn í­ Prentmeti, þar sem Minjasafnið er að fara að láta prenta últrasvöl póstkort. Meira um það sí­ðar. – Sölufulltrúinn í­ Prentmeti reyndist lesa bloggið mitt. Kannski ég reyni að herja út afslátt gegn plöggi…

Fann tí­ma í­ hádeginu til að renna í­ Rí­kið að kaupa bús. Bjór, hví­tt, rautt og viský. Hvaða viský? Jú – eina Bowmore til að auka aðeins breiddina í­ skápnum. Óskaplega er Single Malt úrvalið nú dapurt hér á skerinu.

Eftir hádegi hefur einkum verið sýslað við málningarvinnu. Erum að opna hliðarsal Rafheima og húsnæðið er allt að taka á sig mynd. Það er nóg að gera í­ vinnunni og þá er svo sannarlega gaman!¨

Jamm.