Benno

Einhverju sinni mæltist bloggfressið til þess að einingin Billy yrði tekin upp í­ SI-einingakerfið, enda IKEA orðin þekkt, alþjóðleg stærð.

Þetta er frábær hugmynd og augljóslega myndi hvert Billy skiptast upp í­ 10 Benno. Keyptum okkur einmitt Benno-geisladiskastand um helgina, til viðbótar við þann sem fyrir var í­ stofunni. Þörfin var brýn, enda geisladiskahulstrin eins og hráviði um allt stofugólf.

Eftir að búið var að púsla mublunni saman og raða diskunum, kom margt skemmtilegt í­ ljós. Steinunn var til dæmis að komast að því­ að við ættum Depeche Mode-disk og raunar tvo fremur en einn.

Verst er að við hjúin virðumst ekki hafa þroska í­ að eiga tómar hillur. Rukum þess vegna í­ plötubúð strax í­ hádeginu á mánudag og keyptum þrjá diska til viðbótar – þrátt fyrir fögur loforð um að halda okkur á mottunni a.m.k. fram yfir Visa-reikning dauðans frá Skotlandsferðinni.

Raunar var sérstök ástæða til að kaupa diskana. Lou Reed og Velvet Underground eru einfaldlega nauðsynlegt í­tarefni til upphitunar fyrir tónleikana í­ ágúst – en við eigum miða!

– og talandi um tónleika: Steinunn mætir á Metallicu. Sjálfur verð ég heima að fylgjast með Grikkjum vinna EM.

* * *

Erna hafi bestu þakkir fyrir notalega kvöldstund. Varð raunar óskaplega þunnur. Kenni Hindberja/hví­tví­nsbúðingnum um…

* * *

Vil ekkert ræða um í­slenska fótboltann. Þetta helví­ti gæti lagt hvern mann í­ rúmið. Hugga mig við væntanlegan Evrópumeistaratitil Grikkja og að æfingatí­mabilið hjá Luton fer að byrja.

* * *

Óli Jó mætir á skerið í­ dag. Fagna því­ allir góðir menn.

* * *

Kosningasjónvarp RÚV var öööömurlegt. Þorstein Joð í­ stjórnmálaskýringarnar!