Harðfiskur

Þvert á betri vitund keypti ég mér harðfisksbréf í­ 11-11 í­ gær. Þessir næfurþunnu pakkar innihalda sjaldnast góðan harðfisk. Hvers vegna drullast ég ekki oftar í­ Kolaportið til að kaupa almennilegan harðfisk – eða það sem betra væri, hvers vegna heimsækir konan sem selur pabba reglulega harðfisk ekki Norðurmýrina lí­ka? Hver segir að bara Vesturbæingar kunni gott að meta?

* * *

Fituhjassinn ég mætti í­ gymið í­ fyrsta sinn í­ alltof langan tí­ma í­ gær. Litlu mátti muna að nærri færi fyrir mér eins og skipshundinum Jóni í­ texta Olgu Guðrúnar.

* * *

Þjálfari FRAM sagði upp. Hvað í­ ósköpunum erum við eiginlega búnir að hafa marga þjálfara á sí­ðustu 6-7 árum? Það er þó óskandi að þetta verði til að rí­fa liðið upp.

* * *

Óli leit í­ heimsókn í­ gær. Prufuðum Jura Superstition-mí­neatúr, en það er ný framleiðsla frá Júru – móreykt bygg notað við framleiðsluna til að skapa Islay frekar en Highland-keim. Ekki galið. Virðing mí­n fyrir Júru-viskýi hefur stóraukist á liðnum vikum og mánuðum.

* * *

EM í­ kvöld. Stefnan tekin á höfuðstöðvar VG þar sem sett hefur verið upp sjónvarp vegna keppninnar. Portúgal eða Holland í­ úrslitin gegn Grikkjum – tja, eiginlega stendur mér á sama. Vona samt að Holland vinni ekki í­ ví­takeppni. Ef sú yrði niðurstaðan væri Holland nefnilega komið í­ úrslitaleikinn út á EINN sigurleik og það gegn Lettum.