Hrönn og Svenni flytja senn í Hafnarfjörðinn í nýja og fína íbúð. Þau hafa því innkallað borðstofuborðið sitt sem staðið hefur á Mánagötunni um árabil. Þetta hefur í för með sér vandamál en jafnframt sóknarfæri fyrir okkur Steinunni. Eigum við að taka upp japanskt borðhald, þar sem gestir sitja á hækjum sér á gólfinu? Eigum …
Monthly Archives: júní 2004
Hlýðinn drengur
Jæja, það halda áfram að raðast á mann félagsstörfin. Á byrjun mánaðarins var aðalfundur Knattspyrnufélagsins FRAM. Einhver fékk þá hugmynd að gott væri að fá mig í varastjórn, en þar sem ég var í útlandinu náðist ekki í mig fyrir fundinn. Guðmundur formaður greip því til þess ráðs að hringja í afa, sem gaf samþykki …
Bókaskápurinn
Bóka- og geisladiskasafn heimilisins að Mánagötu stækkaði enn í Skotlandsreisunni. Engin stórtíðindi í geisladiskakaupunum, þannig séð. Eitthvað af diskum með Morrissey, Pixies og Nick Cave sem vantaði inní. Lionheart með Kate Bush, e-ð með Tracy Chapman, Bruce Springsteen og Pretenders, svo eitthvað sé nefnt. Plötusafn okkar Steinunnar er fínt á sumum sviðum, en fáránlega gloppótt …
Sko til…
Sumir eru bara orðnir frægir á internetinu… Takið eftir því hversu alvarlegur besti bloggarinn er á svipinn þar sem hann veltir fyrir sér mismunandi gerðum af byggi. Og ekki eru menn heldur vel rakaðir.
Mættur
Jæja, strangt til tekið á það að heita svo að maður sé kominn aftur til landsins. Einhvern veginn finnst mér ég samt ekki vera lentur ennþá. Skotlandsferðin var frábær, einkum þó dvölin á Islay. Ardbeg var sigurvegari ferðarinnar. Er ekki fjarri því að það sé orðið uppáhalds viskýið mitt núna. Óvæntasti smellurinn var þó Jura. …