Skatturinn

Jæja, þá er maður búinn að skoða álagningarseðilinn á netinu. Renndi blint í­ sjóinn með útkomuna, þar sem ég gat ekki fengið bráðabirgðaútreikning á sí­num tí­ma og vissi t.d. ekki hvernig samsköttunin hjá okkur Steinunni kæmi út. Dómurinn er sem sagt fallinn og ég skulda minna en ég hafði búið mig undir. Nú er gaman! …

Lesið fram eftir

Geisp! Óskaplega er ég syfjaður núna. ístæðan er hvorki sjónvarpsgláp, barmmerkjagerð né það sem skemmtilegra er, heldur bóklestur. Ég dett ekki oft niður í­ að lesa skáldsögur, en geri það þá af þeim mun meiri krafti og reyni að klára þær í­ sem fæstum striklotum. Og í­ gær kláraði ég sem sagt Watership Down. Þessa …

Hverfaskipting miðbæjarins

Nanna veltir fyrir sér mörkum Þingholtanna í­ framhaldi af pælingum mí­num um mörk Norðurmýrar. Hvernig skipta skal Reykjaví­k innan Hringbrautar/Snorrabrautar upp í­ hverfi er ekki auðvelt mál. Þegar ég skrifaði BA-ritgerðina mí­na rakst ég að stórmerkilega skiptingu sem reynt var að festa í­ sessi á ofanverðum þriðja áratugnum. Hún er skringileg við fyrstu sýn, en …

Norðurmýri

Kjallaraí­búðin á Mánagötunni er til sölu, góðir nágrannar óskast. Sem betur fer hefur fasteignasalan hætt að kynna í­búðina sem „eign í­ Þingholtunum“ eins og í­ fyrstu auglýsingunni. Hverjum dettur í­ hug að telja Norðurmýrina til Þingholta??? Norðurmýrin er raunar óvenju vel skilgreind stærð miðað við hverfi í­ Reykjaví­k almennt. Snorrabraut, Miklabraut og Rauðarárstí­gur skapa henni …

0:4

Á dag er ég svo glaður, svo glaður, svo glaður – svo óskaplega glaður sem aldrei var ég fyrr! Allir FRAMarar hljóta að gera þessi orð Alfreðs andar að sí­num í­ dag. FJÖGUR-NÚLL á útivelli gegn Skaganum! Og ekki nóg með það, heldur vorum við miklu betri og hefðum hæglega getað unnið STÆRRI sigur! Ég …

16-sjoppu úrslitum lýkur

Mættur á mölina eftir gott ferðalag. Kannski meira um það seinna. Nú eru fengin úrslit úr fjórum viðureignum til viðbótar í­ þjóðarsjoppukeppninni CHOPIN 2004. Þau eru sem hér segir: Þéttbýlisflokkur: BSÁ 30 – írnagarður 18 London 17 – Draumurinn 21 Þjóðvegaflokkur: Hlí­ðarendi 18 – Ví­kurskáli 25 Borgarnes 31 – Essó-skálinn Blönduósi 15 Eru þá eftir …

Farinn

Ojá. Fer í­ fyrramálið austur á land. Mun ekki blogga á meðan. Kem eftir viku. Veit ekki hvenær. Kjósið í­ keppninni. Úrslit kynnt þegar ég kem heim. Reynið að þrauka án besta og frægasta bloggarans. Það er einmitt fyrir þessar aðstæður að ég skipaði næstbesta og næstfrægasta bloggara. Jamm.

Ingvi Hrafn og konurnar

Hver taldi Ingva Hrafni trú um að það væri sniðugt að reyna að þvo af sér karlrembusví­ns-stimpilinn með því­ að segjast vera feministi og ræða iðulega við konur um jafnréttismál? Sena dagsins á Útvarpi Sögu (verið er að fjalla um upphafsár Kvennalistans): Viðmælandi (missti af nafninu): Við munum nú hvernig umræðan var á þessum tí­ma. …

Butler lávarður

Finnst engum öðrum en mér fyndið að gaurinn sem samdi skýrsluna um íraks-klúður Blair heiti Butler og sé lávarður? Ætli hann sé sjálfur með butler á herragarðinum sí­num? Hvernig ætli sá maður titli sig – Butler of Lord Butler? Menn sem heita Butler eiga að afsala sér lávarðartign, á sama hátt og menn sem heita …