Áfram heldur keppnin

Jæja, þá er Fréttablaðið búið að plögga keppnina. Býst við að sjoppustjórar landsins fari nú að pestera mig og reyna að væla og skæla sí­nar lúgur inn á listann.

Úrslit eru fengin úr sí­ðustu viðuregnum:

Þjóðvegurinn:

Brú 18 : Staðarskáli 26

KHB Egilsstöðum 13 : Varmahlí­ð 25

Þéttbýlið:

Hamraborg 13 : Bogga Bar 9

Hallinn 19 : Skalli 14

En þá er komið að næstu viðureignum.

Þéttbýli:

BSí gegn kaffistofunni í­ írnagarði.
Hér takast á hinar talandi og vinnandi stéttir. Hvort tveggja er þjóðlegt út í­ ystu æsar. írnagarður hýsir menningararfinn, en BSÁ er spegill þjóðarsálarinnar. Jafnframt mun nú koma í­ ljós hversu stór hluti lesenda sí­ðunnar eru írngerðingar gamlir eða nýir.

London Austurstræti gegn Draumnum Rauðarárstí­g.
London er gömul yfirstéttarsjoppa, eins og nafnið gefur til kynna. Var reyndar ennþá svalari meðan hún var á horninu, en eftir sem áður er ljóst að hún er engin bensí­nstöð.
Draumurinn er, tja – stofnun í­ í­slensku samfélagi. Júlli í­ Draumnum á sér fáa lí­ka í­ sjoppubransanum. Þar getur fólk sem misst hefur fótana í­ lí­finu fengið að ylja sér og má drekka kardimommudropana sí­na, svo lengi sem ekki eru viðskiptavinir í­ búðinni. Mæli samt ekki með því­ að kaupa neit án þess að lesa um sí­ðasta söludag.

Dreifbýlið:

Hlí­ðarendi á Hvolsvelli gegn Ví­kurskála, Ví­k í­ Mýrdal.
Uppgjör Sunnlendinganna. Nánast allir stoppa í­ Ví­k og velflestir á Hvolsvelli (nema Hellu-liðið). Hér hljóta allir að hafa skoðun.

Essó-skálinn á Blönduósi gegn Borgarnesi.
Eftir nokkra umhugsun var ákveðið að fallast á að skilgreina Borgarnes sem eina stóra sjoppu. Á samræmi við þá skilgreiningu er Borgarnes eina sjoppan á Íslandi sem hefur sundlaug, skemmtigarð og grunnskóla. Essó-skálann á Blönduósi ætti heldur ekkiu að þurfa að kynna. Eflaust hörkuviðureign.