Á dag er ég svo glaður, svo glaður, svo glaður – svo óskaplega glaður sem aldrei var ég fyrr!
Allir FRAMarar hljóta að gera þessi orð Alfreðs andar að sínum í dag. FJÖGUR-NÚLL á útivelli gegn Skaganum! Og ekki nóg með það, heldur vorum við miklu betri og hefðum hæglega getað unnið STÆRRI sigur!
Ég minnist þess ekki að hafa séð FRAM tefla fram jafn baráttuglöðu liði í lengri tíma. Við unnum tæklingar, skallaeinvígi og hlupum uppi vonlausa bolta út um allan völl.
Allir leikmenn áttu góðan leik, en Andri Steinn og Andri Fannar eiga sérstaklega heiður skilinn. Þá var Eggert frábær í vörninni. Hann er líka skemmtilegur bloggari.
* * *
Norðfjarðarparið Aðalsteinn og Salný eignuðust stelpu um helgina. Við Steinunn töldum okkur vera snjöllustu grínara landsins að kalla hana „ídu“ – Aðalsteinn verandi eini maðurinn í Símaskránni sem titlaður er „ýtustjóri“. Á ljós kom að öllum öðrum hafði dottið sami brandari í hug.
Ef það hefði verið strákur, þá hefði ég kallað hann Möttul. Það væri hins vegar öllu lærðarari brandari.
* * *
Styttist í næstu heimsókn á Neskaupstað. Að sjálfsögðu lætur maður sig ekki vanta á Neistaflug 2004! Alltaf skemmtilegt að keyra yfir þvert landið.
* * *
Og já, meðan ég man – hafði það komið fram að við unnum Skagamenn 0:4 í gær? Hahahaha!!!!