Norðurmýri

Kjallaraí­búðin á Mánagötunni er til sölu, góðir nágrannar óskast.

Sem betur fer hefur fasteignasalan hætt að kynna í­búðina sem „eign í­ Þingholtunum“ eins og í­ fyrstu auglýsingunni. Hverjum dettur í­ hug að telja Norðurmýrina til Þingholta???

Norðurmýrin er raunar óvenju vel skilgreind stærð miðað við hverfi í­ Reykjaví­k almennt. Snorrabraut, Miklabraut og Rauðarárstí­gur skapa henni náttúruleg landamæri á þrjá kanta. Þá er hins vegar eftir að svara því­ hversu langt í­ norður hverfið nær.

Sumir myndu segja að Norðurmýrin nái út að Skúlagötu, þannig að lögreglustöðvarreiturinn teljist til hennar. Aðrir miða við Hverfisgötuna – sleppa þannig lögreglustöðinni en ná Hlemmi. Enn einn möguleikinn er að lí­ta á Laugaveg sem norðurmörk. Réttrúnaðarliðið telur Grettisgötuna eða Njálsgötuna vera landamærin – eftir því­ hvort menn vilja telja Austurbæjarbí­ó sem hluta Norðurmýrar. Get ekki alveg gert upp við mig hvað rétt sé að miða við.

Jú, fjandakornið – Austurbæjarbí­ó er í­ Norðurmýri…

* * *

Vegna framkomina ábendinga í­ sjoppukeppninni CHOPIN 2004 þess efnis að Djúpmannabúð sé hætt rekstri, hefur keppnisstjóri ákveðið að ví­sa henni úr keppni.

Kaupfélag Strandamanna, Drangsnesi telst því­ hafa unnið sigur 3:0 (eins og í­ fótboltanum). Vonandi verður ekki meira um kærumál af þessu tagi í­ keppninni.

Eftir standa þá þrjár viðureignir og er staðan sem hér segir:

Brynja, Akureyri 7 – Rí­kið, Snorrabraut 9

James Bönd 10 – Gerpla 6

og í­ dreifaraflokknum:

Skaftafell 4 – Þrastarlundur 8