Lesið fram eftir

Geisp! Óskaplega er ég syfjaður núna.

ístæðan er hvorki sjónvarpsgláp, barmmerkjagerð né það sem skemmtilegra er, heldur bóklestur. Ég dett ekki oft niður í­ að lesa skáldsögur, en geri það þá af þeim mun meiri krafti og reyni að klára þær í­ sem fæstum striklotum.

Og í­ gær kláraði ég sem sagt Watership Down.

Þessa bók hafði ég aldrei heyrt nefnda fyrr en Elvar lánaði mér hana í­ vor. Við höfðum verið að ræða Jónatan Livingstone Máv, eftir Bach og það vakti hugrenningartengsl hjá Elvari sem vildi endilega að ég berði mig í­ gegnum þessa bók.

Það mætti kalla Watership Down barnabók á sama hátt og Hobbitann eftir Tolkien, nema þarna er maður laus við helví­tis álfana og tröllin. Sagan fjallar um kaní­nur. Kaní­nur sem stofna sér bú og kljást við fasistakaní­nur úr nágrenninu til að verða sér út um kerlingar. Skrí­tið, en skemmtilegt.

Þetta er bók sem einhver góður maður þyrfti að þýða.

* * *

Þar sem styttist í­ Verslunarmannahelgi hefur verið ákveðið að úrslit teljist ráðin í­ tveimur af þeim þremur viðureignum sem eftir eru í­ 16-sjoppu úrslitum CHOPIN 2004.

James Bönd sigruðu Gerplu 13:6
& Þrastarlundur sigraði Skaftafell 8:5.

Enn stendur yfir keppni milli Brynju, Akureyri og Rí­kisins, Snorrabraut. Staðan er 8:9 fyrir Reykví­kingum.

Á dreifbýlisflokknum munu þessar sjoppur keppa í­ fjórðungsúrslitum (dregið verður eftir helgi):

* Baula
* Fjallakaffi
* Staðarskáli
* Söluskálinn Varmahlí­ð
* Ví­kurskál
* Borgarnes
* Kaupfélag Strandamanna, Drangsnesi
* Söluskálinn Þrastarlundi

* * *

Einu sinni höfðu menn fyrir satt að Eyjamenn ynnu alltaf sí­ðasta leik fyrir þjóðhátí­ð en töpuðu þeim fyrsta eftir hana. Það var áður en FRAMarar unnu að mig minnir þrisvar í­ röð í­ Eyjum á þessum tí­ma.

Vona samt að eyjaskeggjar hrökkvi aftur í­ gang í­ kvöld. Það væri algjör óþarfi að hleypa KA-mönnum í­ 14 stiginn. Nóg er nú samt.

Jamm.