Geisp! Óskaplega er ég syfjaður núna.
ístæðan er hvorki sjónvarpsgláp, barmmerkjagerð né það sem skemmtilegra er, heldur bóklestur. Ég dett ekki oft niður í að lesa skáldsögur, en geri það þá af þeim mun meiri krafti og reyni að klára þær í sem fæstum striklotum.
Og í gær kláraði ég sem sagt Watership Down.
Þessa bók hafði ég aldrei heyrt nefnda fyrr en Elvar lánaði mér hana í vor. Við höfðum verið að ræða Jónatan Livingstone Máv, eftir Bach og það vakti hugrenningartengsl hjá Elvari sem vildi endilega að ég berði mig í gegnum þessa bók.
Það mætti kalla Watership Down barnabók á sama hátt og Hobbitann eftir Tolkien, nema þarna er maður laus við helvítis álfana og tröllin. Sagan fjallar um kanínur. Kanínur sem stofna sér bú og kljást við fasistakanínur úr nágrenninu til að verða sér út um kerlingar. Skrítið, en skemmtilegt.
Þetta er bók sem einhver góður maður þyrfti að þýða.
* * *
Þar sem styttist í Verslunarmannahelgi hefur verið ákveðið að úrslit teljist ráðin í tveimur af þeim þremur viðureignum sem eftir eru í 16-sjoppu úrslitum CHOPIN 2004.
James Bönd sigruðu Gerplu 13:6
& Þrastarlundur sigraði Skaftafell 8:5.
Enn stendur yfir keppni milli Brynju, Akureyri og Ríkisins, Snorrabraut. Staðan er 8:9 fyrir Reykvíkingum.
Á dreifbýlisflokknum munu þessar sjoppur keppa í fjórðungsúrslitum (dregið verður eftir helgi):
* Baula
* Fjallakaffi
* Staðarskáli
* Söluskálinn Varmahlíð
* Víkurskál
* Borgarnes
* Kaupfélag Strandamanna, Drangsnesi
* Söluskálinn Þrastarlundi
* * *
Einu sinni höfðu menn fyrir satt að Eyjamenn ynnu alltaf síðasta leik fyrir þjóðhátíð en töpuðu þeim fyrsta eftir hana. Það var áður en FRAMarar unnu að mig minnir þrisvar í röð í Eyjum á þessum tíma.
Vona samt að eyjaskeggjar hrökkvi aftur í gang í kvöld. Það væri algjör óþarfi að hleypa KA-mönnum í 14 stiginn. Nóg er nú samt.
Jamm.