Næstu keppnir

Bráðabaninn var stuttur. Fjallakaffi fékk þrjú atkvæði og telst hafa sigrað 21:18. En þá er komið að næstu viðureignum í­ CHOPIN 2004. Þéttbýlisflokkur: * Söluturninn Hallinn gegn Skalla í­ Hraunbæ. Hér takast á ólí­kar hefðir í­ sjoppurekstri. Hallinn og Skallinn eru fulltrúar mismunandi gilda, þar sem sá fyrrnefndi hefur verið rekinn frá því­ að völvan …

Bráðabani!

Jæja, fyrstu viðureignum 16-sjoppu úrslitanna í­ CHOPIN 2004 er lokið. Úrslit fengust í­ þremur keppnum en einni lyktaði með jafntefli. Baula sigraði Litlu kaffistofuna 20:11 og er þar með fyrsta sjoppan í­ fjórðungsúrslitum í­ þjóðvegaflokki. Á þéttbýlisflokknum gjörsigraði Vikivaki Hversdagshöllina, 21:2 og Skaraskúr hafði betur gegn Borgarsölunni, 14:11. Þyrill og Fjallakaffi á Möðrudal skildu jöfn, …

Poltergeist

Úff, eftir tvö samtöl við blaðamenn DV í­ gær – létti mér mjög við að sjá blaðið í­ morgun. Óttaðist að vera kominn á forsí­ðuna, en smáklausa á öftustu sí­ðu varð niðurstaðan. Reyndar tókst mér að sannfæra fyrri blaðamanninn um að þetta væri ekki frétt, en Eirí­kur Jónsson sleppir ekki fréttamola ef hann telur sig …

Leikar æsast

Staðan í­ þjóðarsjoppukeppninni, CHOPIN 2004, er æsispennandi. Reyndar má telja ljóst hvernig tvær af fyrstu fjórum viðureignunum fari, en hinar eru mun jafnari. Þegar klukkan er að verða 17 á þriðjudegi er staðan þessi: Þjóðvegasjoppukeppni Baula 15 : Litla kaffistofan 6 Fjallakaffi 9 : Þyrill 14 Þéttbýlissjoppukeppni Vikivaki 13 : Hversdagshöllin 1 Skaraskúr 8 : …

CHOPIN 04

Og keppnin er hafin, CHOPIN 2004 – valið á bestu sjoppu Íslands í­ þjóðvega- og þéttbýlisflokkum er hafin. Rétt er að taka fram áður en lengra er haldið að dómari keppninnar og aðstandandi hefur fullt úrskurðarvald varðandi öll vafaatriði. Ég vel liðin sem fá að keppa, úr fjölda tilnefninga. Þeir sem ekki fá að vera …

Rafmagnsmóri

Það er reimt í­ kofanum. Ekki hefði ég reyndar trúað því­ í­ innan við 40 ára gömlu húsi, en staðreyndirnar tala sí­nu máli. Hurðir sem búið var að læsa reynast opnar. Kveikt er á útvarpi í­ lokuðu herbergi. Mannaferðir heyrast en enginn kemur í­ ljós. Og svo eru það hinar sí­felldu og hvimleiðu senur þegar …

Guðni rektor

Guðni Guðmundsson er látinn. Guðni kenndi mér ensku 1994-5, sem var lokaárið hans sem rektor MR. Ég hafði jafnframt kynni af honum sem skólastjórnar- og skólanefndarfulltrúi, auk þess sem ég leit stundum í­ heimsókn á skrifstofuna hans til að spjalla um daginn og veginn, einkum þó pólití­k. Með því­ að kynnast Guðna rektor á þessum …

KB banki bregst ekki væntingum!

Hahaha… Spádómar mí­nir rættust! Þegar starfsmenn húsnæðislánadeildarinnar í­ KB-banka fengu í­ hendurnar greiðslumatspappí­rana frá okkur Steinunni hnutu þeir nákvæmlega um þau atriði sem ég hafði spáð fyrir. i) Tveir launaseðlar frá mér, þar sem beðið var um þrjá. Þar skiptir náttúrlega ekki máli þótt: * launagreiðslur frá áramótum séu kyrfilega merktar inn á báða seðlana …

Þjóðarsjoppan

Eru bloggsí­ður fjölmiðlar 21. aldarinnar? Eru sjónvarp og dagblöð deyjandi miðlar? Mun kynslóðin sem nú er að vaxa úr grasi leita til Betu rokk frekar en Boga ígústssonar til að fá fréttir af umheiminum? Kannski – kannski ekki… Hvað sem því­ lí­ður er besti og frægasti bloggarinn með puttann á púlsinum. Sí­ðustu misserin hefur verið …

Stokkseyri

Kominn heim úr örferðalagi austur fyrir fjall, nánar tiltekið á Stokkseyri. Lögðum í­ hann upp úr kl. 14, um leið og ég var búinn að undirrita afsalið fyrir Hringbrautarí­búðinni. Þar með er endanlega búið að klippa á tengsl mí­n við í­búð 406. Skilst að nýji eigandinn hafi skrallað öllu út úr kofanum og sett gólfefni, …