Steinunn dró okkur í bíó í gærkvöld. Sennilega hefur hún óttast að ég myndi skafa málningu fram eftir kvöldi og næra þannig enn frekar þráhyggjutendensana. Skynsamlega hugsað. Tilgangurinn var að velja heilalausa afþreyingu. Það tókst fullkomlega – Catwoman var fullkomin miðað við markmiðslýsinguna. Hvers vegna er þessi mynd ekki auglýst undir íslenska heitinu „Læðan“ það …
Monthly Archives: ágúst 2004
Afsal – hjálp!
Hvar finnur maður standard afsals-eyðublað fyrir íbúðaviðskipti? Starfsfólk einnar fasteignasölu benti mér á íbúðalánasjóð eða bókaverslun. Bókaverslunin kannaðist ekki við að eiga svona pappír. íbúðalánasjóður sagði að þetta væri bara til á fasteignasölunum. Og önnur fasteignasala sagði að útilokað væri að fá standard afsalsblað útprentað frá þeim og að hver fasteignasala og lögmannsstofa gerði sín …
Diskótek
Auglýsing úr blaði starfsmanna Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá árinu 1968: Hljómplötur Á ráði er að hafa „opið hús“ í félagsheimilinu af or til, þar sem verður m.a. diskótek-músík á boðstólum, en til þess þarf félagið að eignast dálítið af hljómplötum. Nokkur vísir að plötusafni er til, en ekki nóg. Er ví skorað á starfsfólk, sem á …
Lostæti
Nammi namm – hvað við átum góðan kvöldmat í gær. Eftir vinnu renndi ég við hjá Jóa Fel og keypti ólífu-snittubrauð og fór því næst í fylgifiska og keypti bleikjurétt til að skella í ofn. Um sjöleytið náði ég svo í Sverri Jakobs og við héldum á Ölver þar sem Stefán Hrafn beið okkar. Við …
Útvarpsmóment dagsins…
…er í boði Skonrokks. Valtýr Björn segir ljóskubrandara sem hann fékk sendan frá vini sínum. Brandarinn gengur út á ljósku sem fer í „Viltu vinna milljón“. Hún ýmist sleppir spurningum, spyr salinn, lætur taka burt svör eða hringir í vin. Spurningarnar eru meðal annars: Hversu lengi stóð 100 ára stríðið? (Einn valkosturinn er – 100 …
Bloggorðin 10
1. bloggorð – Ópera: Fórum í óperuna ásamt mömmu og pabba að sjá Happy End. Þetta var stórskemmtileg sýning og óhætt að mæla með henni, annars fer örugglega hver að verða síðastur að ná sumaróperunni. Þekkti annan hvern mann í salnum, þannig að þetta var mjög heimilislegt. * * * 2. bloggorð – Clinton: Allt …
Vatnselgur
Væri það ekki skemmtilegt ef vatnselgur væri ekki veðurfræðilegt fyrirbæri heldur spendýr? Elgir sem lifðu neðansjávar – það væri sjón að sjá! En það var sem sagt vatnselgur á heimavelli Boston United og því var deildarbikarleikurinn í gær blásinn af. Það er að ýmsu leyti gleðileg niðurstaða. Núna er nefnilega búið að draga í 2.umferð …
Pólitík og Ólympíuleikar
Auðvitað eru stjórnmál og Ólympíuleikar nátengd fyrirbæri. Hvers vegna halda menn eiginlega að Kínverjar keppist við að rusla upp leikunum 2008? Hvers vegna ættu Bandaríkjamenn annars að leggja svo mikið kapp á að hindra velgengni Kúbverja á íþróttasviðinu? Þegar breski Verkamannaflokkurinn felldi íhaldsmenn á sínum tíma lofaði flokkurinn meira að segja fleiri gullverðlaunum á næstu …
CHOPIN 1004 – Undanúrslit
Jæja, þá er komið að undanúrslitum í þjóðarsjoppukeppninni. Heldur dofnaði yfir þátttökunni í fjórðungsúrslitum miðað við fyrstu umferðina, en núna tökum við okkur á og sláum fyrri met í atkvæðagreiðslum (ekki satt?) Gamla metið er 46 atkvæði í einni og sömu viðureigninni, þar sem Borgarnes sigraði Esso-skálann á Blönduósi. Undanúrslitakeppnirnar eru þessar: Þjóðvegaflokkur Staðarskáli gegn …
Hversdagsís
Mamma mín vill ekkert nema Hversdagsís – því henni þykir svo gaman að spara! Pabbi minn vill bara kaupa Hversdagsís – því honum þykir svo gaman að skafa! Systir mín borðar Hversdagsís – því hún er með unglingaveikina. (Fliss) En við borðum Hversdagsís – (mörg börn í kór) ÞVÁ HANN ER SVO GÓíUR! Auglýsingin fyrir …