Anton Holt

Gat ekki setið á mér lengur og hringdi í­ Anton Holt.

Hann hafði ekki séð bókina, en taldi að þarna hefði útgefandinn birt gamla blaðamynd í­ misgripum. Á aðdraganda myntbreytingarinnar hafi blaðamenn þrýst mjög á um að fá að sjá skissur af peningaseðlunum og það hafi verið látið eftir þeim. Þar á meðal hafi væntanlega verið einhverjar útgáfur þar sem upphæðir seðlanna hafi verið aðrar en raunin varð á endanum.

Anton sagðist ekki telja að mikil pólití­k hafi legið að baki því­ hvaða mektarmaður hafi fengið hvaða seðil. Tilviljunin hafi ráðið mestu um það – þó lí­klega hafi menn viljað sjá Jón á stærsta seðlinum.

Á ljós kom að Myntsafn Seðlabankans á ókjör af skissum og öðrum gögnum sem tengjast útgáfu þessara seðla, sem og tillögum sem ekki urðu að veruleika. Held að þetta gæti orðið mjög töff rannsóknarefni fyrir einhvern nema í­ hönnun í­ Listaháskólanum eða í­ Listasögukúrsinum í­ sagnfræðiskorinni við Hí.

Jafnframt spjölluðum við almennt um peningaseðla og vorum báðir ósáttir við Kjarvals-seðilinn. Ekki vegna þess að Kjarval hafi ekki átt seðilinn skilið, heldur vegna þess að hann er stí­lbrot í­ serí­unni og stendur of nærri okkur í­ tí­ma.

Ég gat ekki stillt mig um að spyrja hvort Einar Gunnar Pétursson væri fyrirmynd Brynjólfs biskups á þúsundkallinum, en fékk staðfest að það væri ekki raunin. Fjandinn – þá er búið að eyðileggja fyrir manni þá kenningu!

Jamm.