Helv**** vírus

Argh! Tölvan hér í­ vinnunni er orðin jafnvel leiðinlegri en venjulega. Einhverra hluta vegna hefur hún ákveðið að hatast við hotmailinn minn.

Það lýsir sér í­ því­ að í­ hvert sinn sem ég reyni að skrá mig þar inn, stekkur vafrinn yfir á einhverja andsk. leitarsí­ðu sem ég er fastur með sem upphafssí­ðu.

Þetta er afar hvimleitt.

* * *

Ókum í­ striklotu (ef frá eru talin örfá bensí­n-, kaffi- og pissustopp) frá Norðfirði í­ gær eftir rólega verslunarmannahelgi. Þrjú lambalæri á jafnmörgum kvöldum er fullmikið af því­ góða.

Blaðaði í­ bók um árið 1981 heima hjá tengdapabba. Rakst þar á auglýsingu frá Seðlabankanum vegna myntbreytingarinnar, sem kom mér í­ opna skjöldu.

Þar voru nýju peningaseðlarnir sýndir í­ bak og fyrir, en þeir voru þó frábrugðnir að mikilvægu leyti:

Jón Sigurðsson var á tí­kallinum
Arngrí­mur lærði á fimmtí­ukallinum
Guðbrandur á hundraðkallinum
og írni handritakall á fimmhundruð krónu seðlinum

Kann einhver góður maður skýringu á þessu? Getur verið að peningaseðlarnir hafi átt á að vera svona, en breytt á sí­ðustu stundu? Eru orginalarnir varðveittir?

Ætti ég kannski bara að hringja beint í­ Anton Holt á Myntsafni Seðlabankans? Eða getur Björn kannski svarað þessu sem gamall Seðlabankamaður?