Baula í undanúrslit

Þótt fjórðungsúrslitin í­ CHOPIN 2004 hafi ekki byrjað fyrr en í­ morgun, liggja úrslitin fyrir í­ einni viðureign. Þar sem Baula er komin með 10:2 forystu gegn Þrastarlundi, lýsi ég Baulufólk sigurvegara. Það er algjör óþarfi að hafa einhverja stórsigra hérna.

Eftir standa þrjár spennandi viðureignir:

* Hamraborg 3Draumurinn 6

* Skaraskúr3Hallinn6

* Fjallakaffi7Kaupfélag Strandamanna Drangsnesi2

Blæs á alla gagnrýni þess efnis að Kaupfélagið í­ Drangsnesi sé búð en ekki sjoppa. Á póstmóderní­skum tí­mum er ekki hægt að eltast við svona þröngar skilgreiningar. Flokkunarkerfi eru smí­ði mannsins og má hæglega breyta. Skilgreiningarvaldið er mikilvægasta valdatækið. Ójá.

* * *

Á morgun er ég alvarlega að í­huga að berja eitt stykki embættismann með priki. Þó léttir það nokkuð lund mí­na að tölvunörd Orkuveitunnar lagaði ví­rusinn sem verið hefur að angra tölvuna sí­ðustu daga. Mikill fögnuður!

* * *

Er farinn í­ búðina að kaupa kjötbúðing frá Alí­ og bakaðar baunir frá Ora. Fyrir eru í­ í­sskápnum nýjar kartöflur. Það er lostæti.

Ójá.