Þótt fjórðungsúrslitin í CHOPIN 2004 hafi ekki byrjað fyrr en í morgun, liggja úrslitin fyrir í einni viðureign. Þar sem Baula er komin með 10:2 forystu gegn Þrastarlundi, lýsi ég Baulufólk sigurvegara. Það er algjör óþarfi að hafa einhverja stórsigra hérna.
Eftir standa þrjár spennandi viðureignir:
* Hamraborg 3 – Draumurinn 6
* Skaraskúr3 – Hallinn6
* Fjallakaffi7 – Kaupfélag Strandamanna Drangsnesi2
Blæs á alla gagnrýni þess efnis að Kaupfélagið í Drangsnesi sé búð en ekki sjoppa. Á póstmódernískum tímum er ekki hægt að eltast við svona þröngar skilgreiningar. Flokkunarkerfi eru smíði mannsins og má hæglega breyta. Skilgreiningarvaldið er mikilvægasta valdatækið. Ójá.
* * *
Á morgun er ég alvarlega að íhuga að berja eitt stykki embættismann með priki. Þó léttir það nokkuð lund mína að tölvunörd Orkuveitunnar lagaði vírusinn sem verið hefur að angra tölvuna síðustu daga. Mikill fögnuður!
* * *
Er farinn í búðina að kaupa kjötbúðing frá Alí og bakaðar baunir frá Ora. Fyrir eru í ísskápnum nýjar kartöflur. Það er lostæti.
Ójá.