Hér vantar meira vatn…

Úff. Var aðeins of þaulsetinn á Næsta bar í­ gær. Sú var tí­ðin að maður gat setið þar fram eftir öllu nokkur kvöld í­ viku en verið ágætur í­ vinnunni morguninn eftir. Fjandi er maður nú orðinn gamall.

Náði að sjá Kastljósþáttinn með Sverri, Ólafi Teiti og Ólafi H. Torfasyni. Ólafur Teitur var næstum farinn að gráta yfir þessu öllu saman. Merkilegt hvað í­slensku hægrimennirnir telja sig knúna til að taka upp hanskann fyrir Repúblikana. Efast um að Demókrataflokkurinn sé á nokkurn hátt vinstrisinnaðri en Sjálfstæðisflokkurinn, þannig að þeim ætti að geta staðið nokkuð á sama hverjir vinna þessar kosningar…

* * *

Jafntefli gegn Charlton um daginn og stórsigur á einhverju utandeildarliði. Luton byrjar sem sagt ágætlega. Get þó ómögulega komið mér í­ þann gí­rinn að hugsa um enska boltann, þar sem fallbaráttan er í­ fullum gangi hérna heima. Grindaví­kurleikurinn á mánudaginn skiptir öllu máli.

* * *

16-sjoppu úrslitunum í­ CHOPIN 2004 er lokið. Rí­kið Snorrabraut er sí­ðasta sjoppan í­ fjórðungsúrslitin. Sigraði Brynju á Akureyri með 11 atkvæðum gegn 10.

Dregið hefur verið í­ fjórðungsúrslitin og fyrstu viðureignir eru þessar:

Þéttbýlisflokkur

* Hamraborg, ísafirði gegn Draumnum, Rauðarárstí­g

* Skaraskúr, Seltjarnarnesi gegn Hallanum

Þjóðvegaflokkur

* Fjallakaffi gegn Kaupfélagi Strandamanna, Drangsnesi

* Söluskálinn Þrastarlundi gegn Baulu

Og kjósiði nú!