Fín mynd

Mánagötuhjónin stóðu frammi fyrir því­ í­ gær að velja milli þess að fara í­ göngutúr eða leigja mynd til að góna á. Myndin varð fyrir valinu, enda hefði hitt kallað á labb.

American Splendour reyndist frábærlega skemmtileg mynd. Alveg fór þessi ræma fram hjá mér í­ bí­ó – ef hún var þá sýnd þar. Kannski maður reyni að fræðast meira um þennan náunga. Einhvern veginn hef ég þó aldrei haft mig í­ það að hella mér út í­ þennan amerí­ska teiknimyndasögukúltúr.

* * *

Bærileg úrslit í­ fótboltanum í­ gær. KA og Keflaví­k, sem eru með okkur Frömurum í­ fallbaráttunni unnu reyndar bæði – en það eykur álagið á þessi lið að halda áfram í­ bikarnum. Þá fékk Dean Martin úr KA rautt spjald og Björgólfur Takefusa sömuleiðis. Ef Björgólfur fékk beint rautt lendir hann væntanlega í­ tveggja leikja banni og missir af FRAM-leiknum.

Af fótboltamálum er það annars að frétta að ég er gjörsamlega að fara á taugum fyrir mánudagskvöldinu. FRAMfærslan er í­ smí­ðum. Hún verður á svipuðum nótum og verið hefur. Á nótt dreymdi mig hins vegar að FRAM og KA væru að leika á Laugardalsvelli og KA-menn mættu með sí­na eigin leikskrá – átta sí­ður prentaða í­ lit á glanspappí­r. – Er ég að verða ofsóknarbrjálaður?