Mæltu manna heilastur Óli Njáll!

Óli Njáll kvartar yfir íbúðalánasjóði. Umsókninni hans var synjað vegna formgalla.

Stend sjálfur í­ sama stappi. Þegar við fórum í­ greiðslumatið á sí­num tí­ma vorum við beðin um að setja niður upphæð sem við ætluðum að greiða af eigin sparifé. Það gerðum við samviskusamlega.

Sí­ðar, þegar búið var að ganga endanlega frá kaupverðinu kom í­ ljós að með því­ að hækka þá tölu um 300 þúsund kall, þurftum við ekki að sækja um viðbótarlán og spöruðum alls konar pappí­rsvinnu. Þess vegna varð úr að hækka greiðsluna af sparifénu um þennan 300 þúsund kall og sækja um lægra lán sem þeirri upphæð næmi. – Einfalt, ekki satt?

Onei. Þá eipaði íbúðalánasjóður – þarna var komin 300 þúsund kall sem ekki hafði verið getið um áður!

Nú myndi einhver segja að það sé ekki mál íbúðalánasjóðs að hafa áhyggjur af því­ hvort við Steinunn eigum inni á bankabók alla þá upphæð sem greiða skal við afsal (hana eigum við og vel rúmlega það). Það er mál milli okkar og tengdapabba. – Nú gerir íbúðalánasjóður t.d. ekki kröfu um að fá það staðfest að við eigum fyrir stimpil- og þinglýsingargjöldum! Og það er alþekkt í­ fasteignaviðskiptum að hluti af greiðslu er inntur af hendi nokkrum mánuðum eftir kaupsamning, t.d. við afsalsgerð og ekki gera menn kröfu um að sú upphæð sé inni á bók allan tí­mann. – Látum það þó liggja á milli hluta.

Segjum sem svo að það sé hlutverk íbúðalánasjóðs að meta þessa hluti og þeir eigi að vera varfærnari fyrir hönd tengdapabba en hann sjálfur. Ókey – föllumst á það. – Ef það er raunin, þá ætti íbúðalánasjóður einfaldlega að heimta yfirlit yfir lausafjáreign umsækjenda – en það gerir hann ekki. Reiturinn þar sem við skrifuðum hversu háa upphæð við ætluðum að leggja í­ í­búðakaupin af sparifé fól EKKI í­ sér yfirlýsingu um að meiri peningar væru ekki til. – Hver er svo vitlaus að taka hverja einustu krónu af bankareikningnum sí­num og selja allar dósirnar og flöskurnar í­ kjallaranum til að skrapa saman í­ útborgun? Við erum ekki að tala um 3 milljónir sem galdra átti fram – heldur 300 þúsund!

Og til að bí­ta höfuðið af skömminni þurfti sjóðurinn ekki annað en kvittun fyrir bankainnistæðu til að afgreiða málið. Sú innistæða hefði hins vegar ekki þurft að vera inni á reikningum nema þetta kortér sem tók mig að redda kvittuninni.

Argh – argh – argh!