Oldham

Luton tekur á móti Oldham í­ fyrstu umferð ensku 1.deildarinnar (sem er í­ raun 3.deil) í­ dag. Hearts er á útivelli gegn Dundee. Skyndilega hellist yfir mig fótboltafár.

Þegar Mánagatan verður búin að tölvuvæðast, þá gerist ég kannski áskrifandi að stuðningsmannasvæði Luton á netinu, þar sem hægt verður að skoða upptökur af öllum mörkum og svipmyndir frá leikjum…

Oldham var ásamt Luton og QPR, eina enska liðið til að spila á gervigrasi hér í­ gamla daga. Þá töldu menn að gervigrasið væri framtí­ðin og að 2004 yrðu allir klúbbar í­ Norður-Evrópu á gervigrasi. – Minningar, minningar…

* * *

Sjoppukeppnin stendur enn yfir, þótt þátttakan sé nokkuð að dala. Kenni úthaldsleysi landsmanna um.

Staðan:

Hamraborg, ísafirði 4 : Draumurinn 6

Skaraskúr 5 : Hallinn 8

Fjallakaffi 7 : Kaupfélag Strandamanna, Drangsnesi 3

Jamm.