Klassískt rokk og kertaljós

Tvö skylduplögg:

Upphitun fyrir leik!

FRAMherjar munu hittast fyrir leik FRAM og Grindaví­kur í­ kvöld á nýopnuðum sportbar í­ írmúla. Staðurinn ber hið glæsilega heiti „Classic Rock“ og er til húsa að írmúla 5, við hliðina á VíS.

Safnast verður saman kl. 17:30. Vildarkjör verða á barnum, gestir fá að berja augum nýjasta eintak FRAMfærslunnar og klassí­skar FRAMtreyjur verða boðnar á klassí­sku verði.

Hápunktur samkomunar verður svo heimsókn frá einum úr þjálfarahópnum (Jöri, Makan eða Ólafur) sem kynna mun liðsuppstillinguna og svara spurningum.

Fjölmennum á „Classic Rock“ fyrir leikinn og hitum upp fyrir mikilvægasta leik sumarsins!

FRAMherjar

&

Kertafleyting á Tjörninni!

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjaví­kurtjörn í­ kvöld.
Athöfnin er í­ minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hí­rósí­ma og Nakasaki og lögð er áhersla á kröfuna um friðsaman og kjarnorkuvopnalausan heim.

Safnast verður saman við Suðvesturbakka Tjarnarinnar (við Skothúsveg) klukkan 22:30 en þar verður stutt dagskrá. ívarp flytur Eygló Jónsdóttir frá friðarhópi búddista. Fundarstjóri er Sigþrúður Gunnarsdóttir í­slenskufræðingur.

Jamm.