Alvörubíó

Bí­óauglýsingar Morgunblaðsins 5. maí­ 1959.

Gamla Bí­ó: Gefðu mér barnið mitt aftur (Die Ratten). Framúskarandi vel leikin, raunsæ þýsk kvikmynd gerð eftir leikriti Gerhards Hauptmans. – Danskur texti, börn fá ekki aðgang.

Hafnarbí­ó: Leyndardómar í­sauðnanna (The Land Unknown). Spennandi og sérstæð ný amerí­sk CinemaScope kvikmynd, um óþekkt furðuland inni í­ í­sauðnum Suðurskautslandsins.

Trí­poli-bí­ó: Maðurinn frá Kentucky (The Kentuckian). Hörkuspennandi amerí­sk mynd í­ litum og CinemaScope. – Á myndinni koma fyrir ein hrottalegustu slagsmál sem sést hafa á kvikmynd.

Stjörnubí­ó: Risafuglinn (The Giant Claw). Hörkuspennandi ný amerí­sk mynd, um risafugl utan úr himingeimnum, sem gerir árás á jarðarbúa.

Tjarnarbí­ó: Á hjúpi minninganna (Another Time, Another Place). Ný amerí­sk kvikmynd, er fjallar um mannleg örlög, á óvenjulegan hátt.
Vagg og velta. Amerí­sk söngvamynd. 30 ný lög eru sungin og leikin í­ myndinni.

Austurbæjarbí­ó: Sunnudagsbarn (Das Sonntagskind). Sprenghlægileg og vel leikin, ný, þýzk gamanmynd í­ litum. Danskur texti.

Hafnarfjarðarbí­ó: Svartklæddi engillinn (Englen i sort). Afburða góð og vel leikin, ný, dönsk mynd, tekin eftir samnefndri sögu Erling Poulsen´s sem birtist í­ „Familie Journalen“ í­ fyrra. – Myndin hefur fengið prýðilega dóma og metaðsókn hvarvetna þar sem hún hefur verið sýnd.
Folies Bergere. Bráðskemmtileg ný frönsk litmynd með Eddie „Lemmý“ Constantine, sem skeður á hinum heimsfræga skemmtistað Folies Bergere. Danskur teksti (svo).

Nýja bí­ó: Fólkið í­ langferðabí­lnum (The Wayward Bus). Ný, amerí­sk mynd gerð eftir hinni spennandi og djörfu skáldsögu John Steinbeck´s, sem komið hefur út í­ í­slenzkri þýðingu með nafninu: Duttlungar örlaganna.

Bæjarbí­ó: Þegar trönurnar fljúga. Heimsfræg rússnesk verðlaunamynd, er hlaut gullpálmann í­ Cannes 1958.

Kópavogsbí­ó: Stí­flan. Stórfengleg og falleg, frönsk SinemaScope-litmynd, tekin í­ frönsku Ölpunum. Myndin er tileinkuð öllum verkfræðingum og verkamönnum, sem leggja lí­f sitt í­ hættu til að skapa framtí­ðinni betri lí­fsskilyrði. – Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi.

Assgoti var bí­óflóran mikið skemmtilegri hér áður fyrr. Ekki sama draslið í­ öllum sölum. Legg lí­ka til að myndin úr Kópavogsbí­ói verði tekin til almennra sýninga á Kárahnjúkasvæðinu…

Jamm.