Náttúruval

Besti og frægasti bloggarinn er frá náttúrunnar hendi vel búinn til þess að lifa á Íslandi. Hér er oft og iðulega skí­taveður með kulda og nepju. Þar sem ég er bæði feitur og loðinn, truflar það mig lí­tið. Raunar finnst mér veðrið mjög passlegt stærstan hluta ársins.

Eins og Darwin-karlinn kenndi, gerir þetta mig hæfari en annað fólk til að lifa og dafna hér á klakanum. Meðan hárlausu horrenglurnar krókna í­ hel, leik ég við hvern minn fingur.

Abnormal aðstæður eins og í­ dag, fokka hins vegar upp náttúruvalinu. Gula ógeðið ætlar allt og alla að drepa – einkum okkur í­sbirnina. Með þessu áframhaldi verð ég soðinn til bana og yfirburða-erfðaefnið kemst ekki í­ almenna dreifingu. Andskotinn!

Hér vantar meira vatn…

* * *

Fór í­ leiðangur í­ morgun upp að gömlu aðveitustöðinni í­ Reykjahlí­ð sem verið er að rí­fa. Fúlsaði við öllum rofabúnaði sem mér var boðinn. Hirti samt eina stjórntöflu og pantaði að fá sendar öryggisgrindur úr stöðinni. Þær yrðu flottar í­ leikmynd hér á Minjasafninu.

Ég fæ alltaf smá kikk út úr því­ að fara í­ svona vettvangsferðir. Einhvern veginn finnst mér ég þá vera „meiri safnamaður“ en þegar ég hangi í­ tölvunni eða rabba við útlenska túrista sem halda að Ísland geti leyst orkuvanda Evrópu og afstýrt gróðurhúsaáhrifunum.

* * *

Foreldrar mí­nir eru búnir að stefna mér í­ Esjugöngu. Það er akkúratt það sem ég þurfti í­ miðri hitabylgjunni…