Jæja, þá er fyrsta afborgunarári námslána lokið. Hélt sannast sagna að þetta yrði meiri skellur en raun ber vitni. Eftirstöðvarnar eru ein og hálf milla. Ekki get ég barmað mér mikið yfir því, þekki fólk með fáránlegar námslánaskuldir á bakinu.
Næsta stóra greiðsla er svo af lífeyrissjóðsláninu hans pabba sem ég tók á sínum tíma til að kaupa á Hringbrautinni. írlegar afborganir eru leiðinlegar. Þótt maður viti mætavel af þeim, flaskar maður alltaf á að leggja nægilega til hliðar fyrir þeim.
* * *
Það er bongóblíða í Elliðaárdalnum. Hef varið stærstum hluta dagsins í að bæsa. Það er gaman að bæsa. Samt skuggalegt að hugsa út í að lítrinn af bæsi kostar næstum eins og líter af viský.
Stefni að því að halda áfram að vera handlaginn heimilisfaðir í kvöld. Nú verður gerð önnur atlaga að því að pússa upp dyrakarma og gluggakistur. Það verður ekki fallegt.