Jæja, þá er komið að undanúrslitum í þjóðarsjoppukeppninni. Heldur dofnaði yfir þátttökunni í fjórðungsúrslitum miðað við fyrstu umferðina, en núna tökum við okkur á og sláum fyrri met í atkvæðagreiðslum (ekki satt?) Gamla metið er 46 atkvæði í einni og sömu viðureigninni, þar sem Borgarnes sigraði Esso-skálann á Blönduósi.
Undanúrslitakeppnirnar eru þessar:
Þjóðvegaflokkur
Staðarskáli gegn Borgarnesi. – Eru þetta konungur og drottning þjóðvegasjoppanna? Það telja margir, í það minnsta hafa allir skoðanir á þessum áningarstöðum.
Baula gegn Fjallakaffi á Möðrudal. – Er smátt fagurt? Fjölmargir sniðganga Borgarnes, Mývatn og Egilsstaði en stoppa alltaf í Baulu eða Fjallakaffi. En hvor staðurinn nýtur meiri vinsælda?
Þéttbýlisflokkur
Hallinn gegn BSí. – Sumir segja að Hallinn sé bara ofmetinsamlokusala MR-inga, aðrir telja að BSÁ sé ekki sjoppa – eða ætti frekar að telajst þjóðvegasjoppa. Hvað sem því líður eru þessar merku menningarstofnanir báðar komnar í undanúrslitin.
Draumurinn gegn Vikivaka. – Þetta eru sjoppur sem menn ýmist elska eða elska að hata. Ekki höfðu margir trú á þessum sjoppum í upphafi, en fer önnur þeirra kannski alla leið? Eru Draumurinn eða Vikivaki „Grikkland söluturnanna“? Þá stórt er spurt…