Hversdagsís

Mamma mí­n vill ekkert nema Hversdagsí­s – því­ henni þykir svo gaman að spara!
Pabbi minn vill bara kaupa Hversdagsí­s – því­ honum þykir svo gaman að skafa!
Systir mí­n borðar Hversdagsí­s – því­ hún er með unglingaveikina. (Fliss)
En við borðum Hversdagsí­s – (mörg börn í­ kór) ÞVÁ HANN ER SVO GÓíUR!

Auglýsingin fyrir Hversdagsí­s Mjólkursamsölunnar er lí­klega sú auglýsing sem ég hef hatað mest á ævi minni. Fyrir eitthvert stórmótið í­ fótboltanum keypti MS upp hálfan auglýsingatí­mann fyrir hvern einasta leik og blastaði þennan hrylling. Ég strengdi þess heit að láta þennan í­s ekki inn um mí­nar varir og stóð við það í­ mörg ár. Veit að margir gerðu slí­kt hið sama. – Mesta furða að enginn hafi lamið strákgerpið í­ auglýsingunni.

Til hvers að rifja þetta upp nú? Hugrenningatengsl – hugrenningatengsl…

Ég áttaði mig nefnilega aldrei á þessu með pabbann, sem þótti svona gaman að skafa. Hvaða lúní­ kaupir tiltekna í­stegund til þess eins að skemmta sér við að skafa hana í­ kúlur?

Skilningur minn á þessu framferði fer þó vaxandi. Eyddi öllum fyrri hluta gærkvöldsins í­ málningarsköfun. Lét Steinunni kalla í­ mig þegar Þórey átti að hoppa yfir, en þjösnaðist annars á kí­ttispaðanum. Alveg er það lygilegt hvað fyrri í­búar gátu valið ljóta liti á dyrastafi. íttundi áratugurinn hefur ýmislegt á samviskunni. Ég kenni samsæri málningarframleiðenda um.

* * *

Fórum í­ göngutúr seinna um kvöldið og röltum yfir Miklatúnið í­ fyrsta sinn eftir að göngustí­gurinn var malbikaður. – Athugið að ég tala um Miklatún en ekki Klambratún. Það er ekkert upprunalegt við það heiti. Bærinn Klömbrur var reistur um 1930 og kenndur við heimabæ þess sem hann byggði, en tengist staðháttum í­ grennd við Norðurmýri ekki neitt. Miklatún er slappt nafn, en betra en þetta Klambratúnsnafn sem svo margir snobba fyrir.

Ekki botna ég í­ því­ sem hlýtur eiginlega að vera listaverk og stendur á túninu miðju. Það eru 4-5 stangir, lí­kt og notaðar eru til að finna út hnit og í­ miðið er rústrauður járnskúlptúr sem minnir á gjá eða sprungu. Er þetta listaverk helgað landrekskenningunni? – Af hverju eru svona listaverk (að því­ gefnu að þetta sé listaverk) ekki merkt með heiti og höfundi?

* * *

Luton spilar úti gegn Boston í­ fyrstu umferð deildarbikarsins. Á hugum flestra stuðningsmanna er Boston á útivelli í­ þessari keppni miðja vegu á milli ferðar til tannlæknisins og að fylla út skattframtalið í­ skemmti- og afþreyingargildi. Menn láta sig hins vegar hafa það í­ von um að sleppa inn í­ 3ju umferð og fá úrvalsdeildarlið – eða bara Watford.

* * *

Á eftir fæ ég að lí­ta inn í­ Þjóðminjasafnið. Svo mæti ég aftur þangað á opnunina 1.sept. Treysti því­ að hér sé í­slenska vinnulagið í­ heiðri haft og að allt sé á sí­ðustu stundu og iðnaðarmenn séu enn að slá upp fyrir burðarveggjum og draga í­ rafmagn.

Jamm.