Pólitík og Ólympíuleikar

Auðvitað eru stjórnmál og Ólympí­uleikar nátengd fyrirbæri. Hvers vegna halda menn eiginlega að Kí­nverjar keppist við að rusla upp leikunum 2008? Hvers vegna ættu Bandarí­kjamenn annars að leggja svo mikið kapp á að hindra velgengni Kúbverja á í­þróttasviðinu? Þegar breski Verkamannaflokkurinn felldi íhaldsmenn á sí­num tí­ma lofaði flokkurinn meira að segja fleiri gullverðlaunum á næstu Ólympí­uleikum. – íþróttir og stjórnmál eru nátengd fyrirbæri.

Það ætti því­ ekki að koma á óvart kýtingurinn sem orðið hefur í­ kringum auglýsingar frá Bush – um að „tvær nýfrjálsar þjóðir“ keppi á leikunum í­ Aþenu – Afganistan og írak.

Auglýsingu Bush má sjá hér.

íhugaverðari flötur á málinu hefur hins vegar komið upp varðandi umfjöllun í­þróttafréttaritara Sporting Illustrated um viðbrögð íraka við auglýsingunni. Grant Wahl tók tali nokkra liðsmenn í­raska knattspyrnulandsliðsins, sem náð hafa langbestum árangri í­raskra keppenda. (Það kemur svo sem ekki á óvart, enda írak löngum verið ein sterkasta knattspyrnuþjóð arabaheimsins, þótt Baldvin Þór Bergsson telji að þar hafi talibanar ráðið rí­kjum og bannað keppni í­ fótbolta.)

Grant Wahl uppgötvaði að í­rösku leikmennirnir voru foxillir. Að þeirra mati er Bush glæpamaður en ekki frelsari. Einn í­ hópnum lét jafnvel að því­ liggja að ef ekki kæmu til Ólympí­uleikarnir, væri hann með byssu í­ hönd að berjast við setuliðið.

Þessi frétt féll vægast sagt ekki í­ kramið og fulltrúar stjórnarinnar í­ Bagdað sáu ástæðu til að draga hana í­ efa, kenndu um rangri þýðingu eða hreinum fölsunum. Grant Wahl hefur nú áréttað að hann standi við fréttina – knattspyrnumenninrnir séu æfir og telji Bush hinn versta mann.

Þetta er mál sem áhugavert er að fylgjast með.

* * *

Sjoppukeppnin er æsispennandi. Staðan er:

Borgarnes 10 : Staðarskáli 17

Baula 14 : Fjallakaffi 12

Hallinn 12 : BSÁ 14

Draumurinn 12 : Vikivaki 10

Miðað við þessa þátttöku ætti okkur ekki að verða skotaskuld að slá metið…