Bloggorðin 10

1. bloggorð – Ópera:

Fórum í­ óperuna ásamt mömmu og pabba að sjá Happy End. Þetta var stórskemmtileg sýning og óhætt að mæla með henni, annars fer örugglega hver að verða sí­ðastur að ná sumaróperunni. Þekkti annan hvern mann í­ salnum, þannig að þetta var mjög heimilislegt.

* * *

2. bloggorð – Clinton:

Allt þusið um Clinton-heimsóknina minnti mig á klassí­skan aulabrandara úr leikþætti sem við Palli og Úlfur Eldjárn sömdum fyrir árshátí­ðarskemmtun í­ MR fyrir löngu. Þar komu mjög við sögu bandarí­sku forsetahjónin – þau Hill og Billegari Clinton.

Úlfur lék Billegari Clinton og spilaði á saxafón sem fullur var af logandi sí­garettum. Mig minnir að salurinn hafi ekki allur náð upp í­ fyndnina…

* * *

3. bloggorð – Hafnfirðingar:

Fjári var það vel af sér vikið hjá FH-ingum að leggja Dunfermline í­ Evrópukeppninni í­ gær. Útivallarsigrar í­slenskra liða í­ keppninni eru afar fáir frá upphafi.

Glasgow-blaðið The Herald segir: Dunfermline crashed out of Europe last night as Scottish footballÂ’s integrity was given another kick in the teeth. Annað í­ umfjöllun blaðsins er í­ sama dúr.

* * *

4. bloggorð – Viský:

Valur og Laufey eru á leið til námsdvalar í­ Englandi. Fyrir vikið þurfti Valur að losa sig við þær viský-flöskur sem langt eru komnar og geymast því­ ekki. ífengisskápur heimilisins að Mánagötu 24 er því­ í­ sögulegu hámarki í­ flöskum talið, þótt ví­nandamagnið sé ekki alveg í­ samræmi við það. Því­ fagna góðir menn.

* * *

5. bloggorð – Móðurafi:

Við Stebbi Hagalí­n fórum að velta fyrir okkur orðskrí­punum móðurafi og móðuramma. Nú er móðurafi manns ekki afi-móður-manns, þetta orð er því­ rugl. Hvers vegna gera Íslendingar ekki eins og Danir sem tala um mormor, farmor, farfar og morfar? Það er miklu augljósara kerfi.

* * *

6. bloggorð – Ölver:

QPR og Gillingham mætast í­ kvöld. Hagalí­n ætlar að horfa á sí­na menn og við Sverrir Jakobs sláumst í­ hópinn. Matur á Mánagötu að leik loknum. Seint.

* * *

7. bloggorð – Blair:

Palli Hilmars var í­ fí­nu viðtali í­ Fréttablaðinu í­ morgun. Pönkhljómsveitin Tony Blair er búin að bjóða Cherie Blair á einkatónleika.

Þessi ráðstefna sem konan er notuð til að auglýsa upp er einhver mesta smekkleysa sem ég hef heyrt um lengi og að Rannsóknarstofa í­ kvennafræðum standi að þessu er ömurlegt. Að nota Blair-nafnið og frægð forsætisráðherrafrúarinnar í­ tengslum við mannréttindaráðstefnu á sama tí­ma og breska rí­kisstjórnin fer fram með þessum hætti í­ írak og ví­ðar er að öllu leyti sambærilegt við það ef „Lady Bird“ Johnson, konu Johnsons Bandarí­kjaforseta hefði verið teflt fram á slí­ku málþingi á dögum Ví­etnamstrí­ðsins.

* * *

8. bloggorð – Sjoppur:

Sjoppukeppnin er alltaf jafn spennandi. Staðan er þessi:

Baula 28 : Fjallakaffi 18

Hallinn 27 : BSÁ 21

Draumurinn 20 : Vikivaki 22

* * *

9. bloggorð – Vinna:

Á dag viðrar vel til að bæsa. Þá skal bæst.

Man ekki hvort ég var búinn að lýsa þeirri skoðun minni hérna, en sögnin „að bæsa“ er ein sú skemmtilegasta í­ í­slenskri tungu.

* * *

10. bloggorð – Blackpool:

Leikur morgundagsins hjá Luton er úti gegn Blackpool. Meira um það á morun.