Útvarpsmóment dagsins…

…er í­ boði Skonrokks.

Valtýr Björn segir ljóskubrandara sem hann fékk sendan frá vini sí­num.

Brandarinn gengur út á ljósku sem fer í­ „Viltu vinna milljón“. Hún ýmist sleppir spurningum, spyr salinn, lætur taka burt svör eða hringir í­ vin. Spurningarnar eru meðal annars:

Hversu lengi stóð 100 ára strí­ðið? (Einn valkosturinn er – 100 ár)

Á hvaða landi voru Panama-hattarnir fundnir upp? (Einn valkosturinn er – Panama)

Hvað hét Georg VI að skí­rnarnafni? (Einn valkosturinn er – Georg)

Við hvaða dýr eru Kanarí­eyjar kenndar? (Einn valkosturinn er – Kanarí­fuglar)

Valtýr endursegir brandarann í­ löngu máli og er að rifna af hlátri á meðan – hí­hí­ voða fyndið að ljóskan giski ekki á augljósu svörin… Hlustendur bí­ða eftir að pönslænið komi, þar sem Valtýri útskýri að ljóskan hafi ekki verið svo vitlaus – að þvert á það sem margir haldi séu Kanarí­eyjar kenndar við hunda ekki kanarí­fugla; að 100 ára strí­ðið hafi í­ raun verið meira en 100 ár; að Panamahattarnir séu frá Kólumbí­u o.s.frv.

…en nei! Valtýr lýkur brandaranum á að flissa yfir vitlausu ljóskunni sem ekkert viti. Tí­hí­, tí­hí­ – 100 ára strí­ðið – hmm…. hvað skyldi það nú hafa staðið lengi? Tí­hí­… – Engin afkynning, ekkert!

Valtýr Björn klikkar ekki!