Lostæti

Nammi namm – hvað við átum góðan kvöldmat í­ gær.

Eftir vinnu renndi ég við hjá Jóa Fel og keypti ólí­fu-snittubrauð og fór því­ næst í­ fylgifiska og keypti bleikjurétt til að skella í­ ofn.

Um sjöleytið náði ég svo í­ Sverri Jakobs og við héldum á Ölver þar sem Stefán Hrafn beið okkar. Við sáum hans menn í­ QPR vinna Gillingham, 0:1 og var mikið fagnað. Á næsta borði við okkur sat litháí­sk kona sem keðjureykti yfir körfuboltaleik ítala og Litháa (sem Sverrir vill raunar skrifa „Litáa“ og „Litáen“). Hún hefur væntanlega orðið svekkt í­ leikslok.

Að leik loknum skunduðum við allir í­ 10-11, þar sem nafni gekk berserksgang í­ kaupum á grænmeti. Á Mánagötu sýndi hann svo grí­ðarlega færni í­ að saxa niður kál og tómata í­ dýrindis salöt.

Maturinn rann ljúflega niður með áströlsku hví­tví­ni. Kaffi og koní­ak á eftir. Við nafni fengum okkur viský en Sverrir hélt sig við rommið. Spjölluðum öll fjögur fram eftir nóttu. Þrusukvöld, enda ekki dónalegur félagsskapur!

* * *

Vaknaði klukkan hálf tí­u í­ morgun við það að vinnugemsinn hringdi. Það var einhver kona frá upplýsingamiðstöð ferðamála sem taldi að þetta væri heppilegur tí­mi til að leita upplýsinga um vetraropnunartí­ma safnsins. Urr…

* * *

Sí­ðasta helgin á safninu með sumaropnunartí­ma. Á vetur verða laugardagarnir sem sagt notaðir í­ annað en að fylgjast með framvindu mála hjá Luton. Staðan er annars góð núna. Steve Howard er búinn að skora í­ sí­num fimmta leik í­ röð. Það er félagsmet eftir því­ sem næst verður komist. Howard er hetja! Við verðum að halda honum í­ okkar herbúðum…