Hvar finnur maður standard afsals-eyðublað fyrir íbúðaviðskipti?
Starfsfólk einnar fasteignasölu benti mér á íbúðalánasjóð eða bókaverslun.
Bókaverslunin kannaðist ekki við að eiga svona pappír.
íbúðalánasjóður sagði að þetta væri bara til á fasteignasölunum.
Og önnur fasteignasala sagði að útilokað væri að fá standard afsalsblað útprentað frá þeim og að hver fasteignasala og lögmannsstofa gerði sín eigin blöð og þeim væri ekki útbýtt.
Samt líta nánast öll afsöl eins út, þannig að einhver er fyrirmyndin.
Er einhver vefsíða eða annar staður þar sem ég get nálgast afsalseyðublað?
Hjálp!