Steinunn dró okkur í bíó í gærkvöld. Sennilega hefur hún óttast að ég myndi skafa málningu fram eftir kvöldi og næra þannig enn frekar þráhyggjutendensana. Skynsamlega hugsað.
Tilgangurinn var að velja heilalausa afþreyingu. Það tókst fullkomlega – Catwoman var fullkomin miðað við markmiðslýsinguna.
Hvers vegna er þessi mynd ekki auglýst undir íslenska heitinu „Læðan“ það er miklu hljómfegurra en að heyra Íslendinga tala um „Kattvúman“ eða „Kattarkonuna“.
Kjánalegri gerist söguþráðurinn ekki, enda greinilegt að leikstjórinn taldi sig myndu komast upp með að sleppa öllu slíku með því að sýna bara nóg af leðurklæddum afturendanum á Berry. – Fékk skæðan kjánahroll á nokkrum stöðum. Annars fínt.
* * *
Fótbolti í kvöld – bæði sem áhorfandi og þátttakandi.
FRAM tekur á móti KR í kvöld. Lofa skemmtilegri FRAMfærslu fyrir áhorfendur.
Síðan er fótboltahópurinn að koma saman í fyrsta sinn eftir sumarfrí. Nýr staður, nýr tími. Við erum hættir á Seltjarnarnesinu eftir áratug. Jafnframt hættir á sunnudagseftirmiðdögum. – KR-heimilið á þriðjudagskvöldum er hinn nýi tími. Get varla beðið.
* * *
Luton vann sjötta leikinn í röð. 18 stig eftir 6 umferðir er magnað!
Mike Newell er hetja og snillingur!