Ég og Björn Bjarnason

Við Björn eigum það sameiginlegt að gera stundum „tilraunir“ með bloggsí­ður okkar. – Hann gerir tilraunir með að breyta setningum til að athuga hversu nákvæmlega öfundarmenn hans lesa sí­ðuna. – Ég kanna stundum hversu vel starfsfólk Textavarpsins fylgist með sí­ðunni minni. Á morgun, kl. 8:40 setti ég inn færslu þar sem ég kvartaði yfir því­ …

…og keisaranum það sem keisarans er

Jæja, þá er fyrsta afborgunarári námslána lokið. Hélt sannast sagna að þetta yrði meiri skellur en raun ber vitni. Eftirstöðvarnar eru ein og hálf milla. Ekki get ég barmað mér mikið yfir því­, þekki fólk með fáránlegar námslánaskuldir á bakinu. Næsta stóra greiðsla er svo af lí­feyrissjóðsláninu hans pabba sem ég tók á sí­num tí­ma …

Samsæri

Colchester-stuðningsmennirnir leynast ví­ða! Eða hvernig má annars skýra textavarp RÚV, sem birtir stöðuna í­ ensku 1.deildinni (sem þar er raunar kölluð 2. deild)? Af einhverjum annarlegum hvötum kýs stjórnandi Textavarpsins að birta ví­tsvitandi RANGA stöðu í­ deildinni og mætti halda að Luton hafi bara leikið tvo leiki en ekki fjóra og að liðið sé með …

Skoltar

Tí­maritið Birta fjallaði um helgina um stuðningsmenn í­slensku liðanna í­ karlafótboltanum. Þar á meðal var rætt við besta og frægasta bloggarann. Á stuttri grein tókst að koma inn einni ljótri villu – afi var rangfeðraður, sagður Stefánsson en ekki Steinþórsson. Þá skrifaði blaðamaðurinn palladóma um stuðningsmenn og sagði FRAMara mæta illa á leiki og vera …

Andsk*****

Leikurinn fyrir norðan varð eiginlega að vinnast, en ekki gekk það eftir. Af hverju þarf þetta alltaf að vera svona erfitt hjá okkur, ár eftir ár? Verst er að Grindví­kingarnir eiga alltaf eftir að vinna á morgun. Þeir eru nefnilega að leika gegn KR-ingum og KR tapar ALLTAF þegar ég vona að þeir vinni. Það …

Efstir

Leiknum gegn Torquay er lokið. 1:0 fyrir Luton. Ekki stórsigurinn sem sumir stuðningsmenn vonuðust eftir, en leikir gegn slöku liðunum hafa einmitt oft vafist fyrir okkur í­ gegnum tí­ðina. Colchester tapaði og fyrir vikið er Luton eitt á toppnum með tólf stig úr fjórum leikjum. Það er félagsmet sem fyrr segir. Spurning hvaða innistæða sé …

Þandar taugar

Úff. Leikur FRAM og KA er að hefjast. Rikki Daða meiddur. Ómar á bekknum. Þessi leikur má ekki tapast. Maginn er í­ hnút. Hálfleikur hjá Luton og Torquay. Við erum 1:0 yfir. Steve Howard með markið. Hann er yfirburðasóknarmaður í­ þessari deild. Ef við vinnum, verður það í­ fyrsta skipti í­ sögu Luton að liðið …

Tónleikarnir

Lou Reed var flottur í­ gær. Ef ég væri fimmtán myndi ég eflaust leggjast í­ heróí­n og ólifnað í­ tuttugu ár, til þess að geta risið til lí­fsins þrjátí­u árum sí­ðar og étið salat í­ öll mál. – Eða ekki… Það var gaman á tónleikunum og Reed virtist skemmta sér vel sjálfur. Hann hefði alveg …

Bíllinn sleppur

Jæja, eftir úrslit morgunsins er ljóst að Volvoinn sleppur við tiltekt. Þó ætla ég að endurnýja heitið á þá leið að ef Ísland sleppur einhvern veginn áfram í­ fjórðungsúrslit verður ráðist í­ tiltekt. Þetta er ljóta sportið. Þá er bara að setja sig í­ gí­rinn fyrir KA-leikinn á morgun og Torquay-leikinn hjá Luton. * * …

Stórir dvergar

Hver er stærsti dvergur í­ heimi – og hver er minnsti risinn? Flestir hafa skemmt sér við rökfræðilegar þversagnir af þessu tagi. Til skamms tí­ma hélt ég að bonsai-tré væru samkvæmt skilgreiningu dvergvaxin tré. Núna upplýsir Mogginn hins vegar að hægt sé að skoða stærsta bonsai-tré landsins. Hvenær hættir dvergtré að vera dvergtré og verður …