ÓL

Það hefur ekki farið alveg jafn mikið fyrir Ólympí­uleikaglápi og ætlað var. Þátttaka Íslendinga stefnir í­ að vera algjört antiklí­max. Helst von til þess að fimleikastrákurinn standi sig um helgina. Tvær greinar sem mér finnst gaman af að fylgjast með á Ólympí­uleikum, eru hokký og sundknattleikur. Sundknattleikur er einhver erfiðasta grein sem ég get hugsað …

Sigur!

Spurt er: Hvaða lið er í­ 1.-2. sæti í­ ensku fyrstu deildinni (lesist 3ju deild)? Ví­sbending: Liðið sigraði Barnsley 3:4 fyrr í­ dag og er á fljúgandi siglingu. Það leikur á heimavelli í­ deildinni gegn Torquay um næstu helgi og hefur skorað ní­u mörk í­ leikjunum þremur það sem af er. Nú er gaman að …

Landafræði 103

Félag landfræðikennara hlýtur að hafa borgað Samúel Erni fyrir útsendingu gærdagsins frá setningu Ólympí­uleikanna. Hví­lí­k og önnur eins leiðindi! „Hér sjáum við …(nafn á landi)… Þar búa x margar milljónir í­búa og það er x margir ferkí­lómetrar.“ Stundum fékk höfuðborgin að fljóta með. Hvernig dettur mönnum í­ hug að þetta sé gott sjónvarp? * * …

Happó

Tölvupóstlisti sem ég er á (einn af mörgum) er nánast óstarfhæfur um þessar mundir vegna þess að tveir sem á honum eru þrátta um það hvort Ómar Ragnarsson eða Bessi Bjarnason hafi séð um happdrættisleikinn „Happó“. Gott væri að fá úr þessu skorið með óyggjandi hætti. * * * Á geggjun minni fór ég í­ …

Classic Rock

Fattaði skyndilega að ég átti alveg eftir að hrósa nýja sportbarnum í­ írmúlanum, Classic Rock, sem er til húsa í­ írmúla 5. Rekstraraðilinn er sá sami og sá áður um Jensen sem sí­ðar hét Wall Street Bar fyrir ofan samlokubarinn gegnt Fjölbraut í­ írmúla. FRAMarar söfnuðust þarna saman fyrir sí­ðasta heimaleik og ég geri ráð …

Á-á-á…

Esjan klifin í­ fyrsta sinn. Tæplega hundrað manns voru búnir að skrifa sig í­ gestabókina í­ útsýnisskí­funni þegar við mamma og pabbi skröngluðumst á toppinn um áttaleytið. Óttaðist helst að skrælna á leiðinni. Svitnaði eins og loðfí­ll og þótt ég þambaði tvo lí­tra á leiðinni kom ég þyrstur heim. Á dag eru strengir. Hvet þó …

Alvörubíó

Bí­óauglýsingar Morgunblaðsins 5. maí­ 1959. Gamla Bí­ó: Gefðu mér barnið mitt aftur (Die Ratten). Framúskarandi vel leikin, raunsæ þýsk kvikmynd gerð eftir leikriti Gerhards Hauptmans. – Danskur texti, börn fá ekki aðgang. Hafnarbí­ó: Leyndardómar í­sauðnanna (The Land Unknown). Spennandi og sérstæð ný amerí­sk CinemaScope kvikmynd, um óþekkt furðuland inni í­ í­sauðnum Suðurskautslandsins. Trí­poli-bí­ó: Maðurinn frá …

Náttúruval

Besti og frægasti bloggarinn er frá náttúrunnar hendi vel búinn til þess að lifa á Íslandi. Hér er oft og iðulega skí­taveður með kulda og nepju. Þar sem ég er bæði feitur og loðinn, truflar það mig lí­tið. Raunar finnst mér veðrið mjög passlegt stærstan hluta ársins. Eins og Darwin-karlinn kenndi, gerir þetta mig hæfari …