Hvernig var aftur textinn með Kátum piltum? – „800 milljón manns að leita að mér – þeir eru á eftir mér, hvert sem ég fer…“ Man ekki um hvað lagið fjallar að öðru leyti. Reyndi að finna þetta á netinu. Rakst á 5-6 texta með Kátum piltum, þar á meðal hinn meinlega „Kona með fortíð“ …
Monthly Archives: ágúst 2004
ÓL
Það hefur ekki farið alveg jafn mikið fyrir Ólympíuleikaglápi og ætlað var. Þátttaka Íslendinga stefnir í að vera algjört antiklímax. Helst von til þess að fimleikastrákurinn standi sig um helgina. Tvær greinar sem mér finnst gaman af að fylgjast með á Ólympíuleikum, eru hokký og sundknattleikur. Sundknattleikur er einhver erfiðasta grein sem ég get hugsað …
Sigur!
Spurt er: Hvaða lið er í 1.-2. sæti í ensku fyrstu deildinni (lesist 3ju deild)? Vísbending: Liðið sigraði Barnsley 3:4 fyrr í dag og er á fljúgandi siglingu. Það leikur á heimavelli í deildinni gegn Torquay um næstu helgi og hefur skorað níu mörk í leikjunum þremur það sem af er. Nú er gaman að …
Landafræði 103
Félag landfræðikennara hlýtur að hafa borgað Samúel Erni fyrir útsendingu gærdagsins frá setningu Ólympíuleikanna. Hvílík og önnur eins leiðindi! „Hér sjáum við …(nafn á landi)… Þar búa x margar milljónir íbúa og það er x margir ferkílómetrar.“ Stundum fékk höfuðborgin að fljóta með. Hvernig dettur mönnum í hug að þetta sé gott sjónvarp? * * …
Happó
Tölvupóstlisti sem ég er á (einn af mörgum) er nánast óstarfhæfur um þessar mundir vegna þess að tveir sem á honum eru þrátta um það hvort Ómar Ragnarsson eða Bessi Bjarnason hafi séð um happdrættisleikinn „Happó“. Gott væri að fá úr þessu skorið með óyggjandi hætti. * * * Á geggjun minni fór ég í …
Fimmtudagsgetraun
Hver mælti og að hvaða tilefni: „Hehe, hehe… það eru gangsterar í liðinu!“ Verðlaun: kaffibolli á Minjasafni OR (gildir til 1.sept. n.k.)
Classic Rock
Fattaði skyndilega að ég átti alveg eftir að hrósa nýja sportbarnum í írmúlanum, Classic Rock, sem er til húsa í írmúla 5. Rekstraraðilinn er sá sami og sá áður um Jensen sem síðar hét Wall Street Bar fyrir ofan samlokubarinn gegnt Fjölbraut í írmúla. FRAMarar söfnuðust þarna saman fyrir síðasta heimaleik og ég geri ráð …
Á-á-á…
Esjan klifin í fyrsta sinn. Tæplega hundrað manns voru búnir að skrifa sig í gestabókina í útsýnisskífunni þegar við mamma og pabbi skröngluðumst á toppinn um áttaleytið. Óttaðist helst að skrælna á leiðinni. Svitnaði eins og loðfíll og þótt ég þambaði tvo lítra á leiðinni kom ég þyrstur heim. Á dag eru strengir. Hvet þó …
Alvörubíó
Bíóauglýsingar Morgunblaðsins 5. maí 1959. Gamla Bíó: Gefðu mér barnið mitt aftur (Die Ratten). Framúskarandi vel leikin, raunsæ þýsk kvikmynd gerð eftir leikriti Gerhards Hauptmans. – Danskur texti, börn fá ekki aðgang. Hafnarbíó: Leyndardómar ísauðnanna (The Land Unknown). Spennandi og sérstæð ný amerísk CinemaScope kvikmynd, um óþekkt furðuland inni í ísauðnum Suðurskautslandsins. Trípoli-bíó: Maðurinn frá …
Náttúruval
Besti og frægasti bloggarinn er frá náttúrunnar hendi vel búinn til þess að lifa á Íslandi. Hér er oft og iðulega skítaveður með kulda og nepju. Þar sem ég er bæði feitur og loðinn, truflar það mig lítið. Raunar finnst mér veðrið mjög passlegt stærstan hluta ársins. Eins og Darwin-karlinn kenndi, gerir þetta mig hæfari …