Gaman, gaman, gaman! Kertafleytingin í gær tókst frábærlega og mætingin var ótrúleg. Morgunblaðið birtir eins og svo oft áður ekki fréttatilkynninguna um aðgerðina, en í seinni tíð hefur blaðið birt ljósmyndir eftir á, það er svo sem ekki skrítið þar sem þetta er mjög myndræn aðgerð og gleymst hefur að útskýra fyrir ljósmyndurunum að friðarsinnar …
Monthly Archives: ágúst 2004
Kertafleytingin er klukkan HÁLF ELLEFU
Urr – Fréttablaðið prentaði vitlausan tíma á kertafleytingunni – sögðu að hún ætti að byrja kl. 20:30. Það er vitaskuld rangt hún byrjar klukkan 22:30. Nú hef ég varla undan að svara hringingum frá ringluðum friðarsinnum.
Klassískt rokk og kertaljós
Tvö skylduplögg: Upphitun fyrir leik! FRAMherjar munu hittast fyrir leik FRAM og Grindavíkur í kvöld á nýopnuðum sportbar í írmúla. Staðurinn ber hið glæsilega heiti „Classic Rock“ og er til húsa að írmúla 5, við hliðina á VíS. Safnast verður saman kl. 17:30. Vildarkjör verða á barnum, gestir fá að berja augum nýjasta eintak FRAMfærslunnar …
Sjoppur, fótbolti og sjónvarpsgláp…
Vigdís mágkona leit í heimsókn í gær. Röltum svo öll þrjú upp á Leifsgötu, þar sem þau feðginin eru að taka í gegn íbúð. Vigdís verður sem sagt nágranni okkar innan tíðar og þá væntanlega tíður gestur á Mánagötunni. Alveg er skipulagið á þessum gömlu íbúðum lygilegt. Baðherbergin – eða öllu heldur skáparnir með klósettinu, …
Fögnuður mikill!
Vei! Luton vann fyrsta leik tímabilsins, 2:1 eftir að hafa lent undir eftir tíu mínútur. Howard og Foley með mörkin. Það er alltaf gaman að vinna fyrsta leik. (Þótt hugrenningartengslin við fyrstu umferðina hjá FRAM í vor séu óneitanlega fyrir hendi.) Þessi sigur dugir okkur þó ekki í fyrsta sætið. Þar er Colchester, eftir 0:3 …
Oldham
Luton tekur á móti Oldham í fyrstu umferð ensku 1.deildarinnar (sem er í raun 3.deil) í dag. Hearts er á útivelli gegn Dundee. Skyndilega hellist yfir mig fótboltafár. Þegar Mánagatan verður búin að tölvuvæðast, þá gerist ég kannski áskrifandi að stuðningsmannasvæði Luton á netinu, þar sem hægt verður að skoða upptökur af öllum mörkum og …
Mæltu manna heilastur Óli Njáll!
Óli Njáll kvartar yfir íbúðalánasjóði. Umsókninni hans var synjað vegna formgalla. Stend sjálfur í sama stappi. Þegar við fórum í greiðslumatið á sínum tíma vorum við beðin um að setja niður upphæð sem við ætluðum að greiða af eigin sparifé. Það gerðum við samviskusamlega. Síðar, þegar búið var að ganga endanlega frá kaupverðinu kom í …
Fín mynd
Mánagötuhjónin stóðu frammi fyrir því í gær að velja milli þess að fara í göngutúr eða leigja mynd til að góna á. Myndin varð fyrir valinu, enda hefði hitt kallað á labb. American Splendour reyndist frábærlega skemmtileg mynd. Alveg fór þessi ræma fram hjá mér í bíó – ef hún var þá sýnd þar. Kannski …
Baula í undanúrslit
Þótt fjórðungsúrslitin í CHOPIN 2004 hafi ekki byrjað fyrr en í morgun, liggja úrslitin fyrir í einni viðureign. Þar sem Baula er komin með 10:2 forystu gegn Þrastarlundi, lýsi ég Baulufólk sigurvegara. Það er algjör óþarfi að hafa einhverja stórsigra hérna. Eftir standa þrjár spennandi viðureignir: * Hamraborg 3 – Draumurinn 6 * Skaraskúr3 – …
Hér vantar meira vatn…
Úff. Var aðeins of þaulsetinn á Næsta bar í gær. Sú var tíðin að maður gat setið þar fram eftir öllu nokkur kvöld í viku en verið ágætur í vinnunni morguninn eftir. Fjandi er maður nú orðinn gamall. Náði að sjá Kastljósþáttinn með Sverri, Ólafi Teiti og Ólafi H. Torfasyni. Ólafur Teitur var næstum farinn …