Flúr

Palla Hilmars langar í­ húðflúr. Himmi bróðir hans stingur upp á almennri fjársöfnun. Ég er með betri tillögu. Hvernig væri að stofna almennt hlutafélag um húðflúr fyrir Palla? Þeir sem vilja taka þátt í­ stofnun félagsins skrá sig með því­ að leggja fram hlutafjárloforð. Heildarupphæð hlutafjár verður svo ákveðin, t.d. svona 50.000 krónur (hvað veit […]

Stundum þarf bara einn hlut…

Málningardagur á safninu. Við Óli töluðum okkur upp í­ að kaupa málningu til að skella á stallana sem sumir sýningargripirnir standa á. Liturinn sem varð fyrir valinu er mosagrænn, ekki ósvipað litnum sem notaður er í­ felubúninga hermanna. Það er ótrúlegt hvað ekki stærri breyting lyftir salnum. Lyktin af olí­umálningunni er hins vegar stæk. * […]

Pitcairn

Á dag birtist á Múrnum fyrsta grein mí­n í­ langan tí­ma. Þegar ég hætti í­ ritstjórninni á sí­num tí­ma, lofaði ég sjálfum mér að verða eftir sem áður duglegur að senda inn pistla. Það hefur ekki alveg gengið eftir. Kannski örrí­kja-greinaflokkurinn verði til að breyta þessu. Meginefni þessarar greinar er samfélagið á Pitcairn, sem er […]

Krítar(póst)kort

Það var ekki bara ruslpóstur sem beið mí­n á Mánagötunni í­ gær, heldur tvær bitastæðari sendingar. Annars vegar var um að ræða Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar, sem innihélt grein sem sýnir fram á að and-hraðakstursauglýsingar virka. Þá voru myndir frá Fáskrúðsfjarðargöngum og gangur Almannaskarðsganga rakinn. íhugavert. Hins vegar var póstkort – frá Krí­t, stimplað fyrir viku. Það […]

Skítaborg Bretlands

Spurning dagsins er einföld. Hversu margir skyldu nú um helgina hafa séð ástæðu til að senda mér þessa frétt, þar sem fram kemur að Luton hafi verið valin skí­taborg Bretlands? Möguleikarnir eru: i) Enginn, hver væri lí­ka svo barnalegur að velta sér upp úr svona frétt? ii) 1-3, alltaf einhverjir sem hafa gaman af svona […]

Tottenham tapaði

Tottenham tapaði í­ dag. Fyrir vikið eru einungis fjögur lið eftir í­ ensku deildarkeppninni sem ekki hafa tapað leik það sem af er tí­mabili. Þau eru: Arsenal – 7 leikir: 6 sigrar og eitt jafntefli Chelsea – 7 leikir: 5 sigrar og tvö jafntefli Wigan – 10 leikir: 5 sigrar og fimm jafntefli Luton – […]

Gömul raftæki óskast!

Jæja, best að nota bloggið til að plögga fyrir vinunni. Ef ég er heppinn mun Fréttablaðið búa til mola upp úr þessari færslu (nógu oft leggja þeir út af þessu bloggi). Málið er að hér á Minjasafninu sönkum við ekki bara að okkur rofum og háspennutengingum. Við hugum lí­ka að rafvæðingu heimilanna. Það eru nokkrir […]

Kláði

Alveg var ég búinn að gleyma því­ hversu djöfullega óþægilegt það er að safna skeggi. Verð loðnaði með hverjum deginum, en kláðinn minnkar ekki neitt. Vika í­ viðbót og þá ætti það versta að vera búið, trúi ekki öðru. Annars hef ég takmarkaða trú á þessari skeggvaxtartilraun, því­ ég hef alltaf haft efasemdir um of […]

Kistan

Lára Magnúsardóttir er einhver alskemmtilegasti bloggarinn sem ég fylgist með. Greinarstúfurinn hennar á Kistunni fyrr í­ vikunni var bráðfyndinn – einkum ræðan sem hún hyggst flytja yfir raunví­sindaelí­tu landsins: Eins og allir vita hafa framfarir á ví­sindasviðinu breytt lí­fi okkar á 20. öld. Það er mikill munur að eiga sí­ma. Hugsið ykkur lí­f forfeðra okkar, […]