Flúr

Palla Hilmars langar í­ húðflúr. Himmi bróðir hans stingur upp á almennri fjársöfnun. Ég er með betri tillögu. Hvernig væri að stofna almennt hlutafélag um húðflúr fyrir Palla? Þeir sem vilja taka þátt í­ stofnun félagsins skrá sig með því­ að leggja fram hlutafjárloforð. Heildarupphæð hlutafjár verður svo ákveðin, t.d. svona 50.000 krónur (hvað veit …

Stundum þarf bara einn hlut…

Málningardagur á safninu. Við Óli töluðum okkur upp í­ að kaupa málningu til að skella á stallana sem sumir sýningargripirnir standa á. Liturinn sem varð fyrir valinu er mosagrænn, ekki ósvipað litnum sem notaður er í­ felubúninga hermanna. Það er ótrúlegt hvað ekki stærri breyting lyftir salnum. Lyktin af olí­umálningunni er hins vegar stæk. * …

Pitcairn

Á dag birtist á Múrnum fyrsta grein mí­n í­ langan tí­ma. Þegar ég hætti í­ ritstjórninni á sí­num tí­ma, lofaði ég sjálfum mér að verða eftir sem áður duglegur að senda inn pistla. Það hefur ekki alveg gengið eftir. Kannski örrí­kja-greinaflokkurinn verði til að breyta þessu. Meginefni þessarar greinar er samfélagið á Pitcairn, sem er …

Krítar(póst)kort

Það var ekki bara ruslpóstur sem beið mí­n á Mánagötunni í­ gær, heldur tvær bitastæðari sendingar. Annars vegar var um að ræða Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar, sem innihélt grein sem sýnir fram á að and-hraðakstursauglýsingar virka. Þá voru myndir frá Fáskrúðsfjarðargöngum og gangur Almannaskarðsganga rakinn. íhugavert. Hins vegar var póstkort – frá Krí­t, stimplað fyrir viku. Það …

Kláði

Alveg var ég búinn að gleyma því­ hversu djöfullega óþægilegt það er að safna skeggi. Verð loðnaði með hverjum deginum, en kláðinn minnkar ekki neitt. Vika í­ viðbót og þá ætti það versta að vera búið, trúi ekki öðru. Annars hef ég takmarkaða trú á þessari skeggvaxtartilraun, því­ ég hef alltaf haft efasemdir um of …

Kistan

Lára Magnúsardóttir er einhver alskemmtilegasti bloggarinn sem ég fylgist með. Greinarstúfurinn hennar á Kistunni fyrr í­ vikunni var bráðfyndinn – einkum ræðan sem hún hyggst flytja yfir raunví­sindaelí­tu landsins: Eins og allir vita hafa framfarir á ví­sindasviðinu breytt lí­fi okkar á 20. öld. Það er mikill munur að eiga sí­ma. Hugsið ykkur lí­f forfeðra okkar, …