Kistan

Lára Magnúsardóttir er einhver alskemmtilegasti bloggarinn sem ég fylgist með. Greinarstúfurinn hennar á Kistunni fyrr í­ vikunni var bráðfyndinn – einkum ræðan sem hún hyggst flytja yfir raunví­sindaelí­tu landsins:

Eins og allir vita hafa framfarir á ví­sindasviðinu breytt lí­fi okkar á 20. öld. Það er mikill munur að eiga sí­ma. Hugsið ykkur lí­f forfeðra okkar, sem var sí­malaust. Nú eiga allir farsí­ma, en það er ekki ví­st að það sé mjög gott. Einstein var klár náungi og hann fann margt upp, sem allir ættu að skilja betur. Þess vegna vil ég hvetja til þess að ví­sindamenn rannsaki margt og finni fleira upp. Til dæmis var merkilegt þegar skammtafræðin kom til sögunnar. Þá breyttist lí­fssýn margra ví­sindamanna. Ég lærði að reikna í­ barnaskóla og setja upp á strik. Það var gott og merkilegt. Ég er ekki viss um að öll börn kunni að setja upp á strik. Ég vil hvetja ví­sindamenn til að gera meira af því­, því­ það hefur reynst vel. Nú viljum við lækna marga sjúkdóma sem var ekki hægt að lækna. Íslensk erfðagreining kann að gera það og finna margar DNA raðir, sem ganga í­ ættir á Íslandi. Þá fáum við ókeyps lyf. Og björgum mörgum útlendingum. Bla bla bla

Kistan er vefrit sem maður ætti að lesa oftar.

* * *

Það voru umræður um kjaramál yfir morgunkaffinu hér í­ Elliðaárdalnum. Menn voru almennt sammála um að vonast til þess að kennurum vegnaði vel. Ekki vegna þess að allir í­ hópnum væru endilega svo miklir kennaravinir, heldur vegna þess að verkalýðshreyfingin væri svo slöpp og kjarklaus – að það gæti kennt henni einhverja lexí­u ef þær stéttir sem sækja sinn rétt fengju einhverju áorkað.

* * *

Vinnuhelgi framundan. Visindaferð á Minjasafnið á föstudag, útskriftafagnaður rafiðnanema á safninu á laugardag, þrif og almenn opnun á sunnudag. – Vinnutí­matilskipun ESB hvað?