Gömul raftæki óskast!

Jæja, best að nota bloggið til að plögga fyrir vinunni. Ef ég er heppinn mun Fréttablaðið búa til mola upp úr þessari færslu (nógu oft leggja þeir út af þessu bloggi).

Málið er að hér á Minjasafninu sönkum við ekki bara að okkur rofum og háspennutengingum. Við hugum lí­ka að rafvæðingu heimilanna.

Það eru nokkrir hlutir sem við hefðum mjög gaman af að eignast, þannig að lesendur eru beðnir um að gægjast í­ ruslakompurnar:

i) Straujárn. – Gömul straujárn, ný straujárn, strauboltar, straubretti. Allt sem tengist straujárnum!

ii) Vöflujárn. – Gömul og ný vöflujárn af öllum stærðum og gerðum.

iii) Brauðristar. – Því­ fleiri, því­ betra.

iv) Gamlar snúrur. – Gamlar snúrur, með og án klóa óskast í­ varahluti. Allar týpur – tjöruví­r, tausnúrur, plast o.s.frv. Þessar snúrur yrðu klipptar niður og mega alveg vera illa farnar. Tenglar eða klær á endum væru til bóta en alls ekki skilyrði.

Treysti á góð viðbrögð. Svör berist í­ athugasemdakerfið eða með tölvupósti: stefan.palsson@or.is

* * *

Sjoppukeppnin fer ekki nógu vel af stað – a.m.k. ekki fyrir þá sem vonuðust eftir spennandi keppni. Á ég að trúa því­ að allir velji Staðarskála á kostnað Baulu?

Sjálfur lí­t ég á þetta sem uppgjör Vestlendinga og Norðlendinga.