Krítar(póst)kort

Það var ekki bara ruslpóstur sem beið mí­n á Mánagötunni í­ gær, heldur tvær bitastæðari sendingar.

Annars vegar var um að ræða Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar, sem innihélt grein sem sýnir fram á að and-hraðakstursauglýsingar virka. Þá voru myndir frá Fáskrúðsfjarðargöngum og gangur Almannaskarðsganga rakinn. íhugavert.

Hins vegar var póstkort – frá Krí­t, stimplað fyrir viku. Það var frá spurningaliði Verslunarskólans sem fór þangað í­ vinningsferð sí­na. Þeir sögðust hlakka til að hitta mig í­ keppninni næsta vor.

* * *

Barmmerkjagerðartí­mabilið er hafið. Sat við yfir sjónvarpinu í­ gær og þrykkti út SHA-barmmerkjum (klassí­ska: Ísland úr NATO, herinn burt-merkið). Sí­ðar í­ vikunni gerum við eitthvað nýtt í­ tilefni af þingsetningu á föstudaginn. Ég verð illa svikinn ef það verður ekki nokkur mannsöfnuður á Austurvelli þá – af ýmsum tilefnum.