Pitcairn

Á dag birtist á Múrnum fyrsta grein mí­n í­ langan tí­ma. Þegar ég hætti í­ ritstjórninni á sí­num tí­ma, lofaði ég sjálfum mér að verða eftir sem áður duglegur að senda inn pistla. Það hefur ekki alveg gengið eftir. Kannski örrí­kja-greinaflokkurinn verði til að breyta þessu.

Meginefni þessarar greinar er samfélagið á Pitcairn, sem er frægt af endemum um þessar mundir.

ín þess að ég nenni að endursegja greinina (þið getið bara hundskast til að lesa hana á Múrnum) þá eru Pitcairn-eyjaskeggjar afkomendur uppreisnarmanna af The Bounty annars vegar, en kvenna frá Tahiti hins vegar. Nú byggja eyjuna tæplega 50 manns. Allstór hluti karlanna er nú fyrir dómi sakaðir um margháttað kynferðislegt ofbeldi. íkæruatriðin eru margví­sleg. Sumir eru sakaðir um sifjaspell (dæmi munu vera um að systur hafi deilt eiginmanni), eitthvað mun vera um að konur hafi verið falboðnar áhöfnum kaupskipa og – það sem er aðalkæruefnið – alsiða mun hafa verið á eyjunni að fullorðnir karlmenn hefðu samræði við stúlkur undir fjórtán ára aldri, jafnvel allt niður í­ tí­u eða ellefu ára.

Á þessu máli er tekist á um margt. Meðal annars er deilt um lögsögu dómstóla og er sú deila ein og sér stórmerkileg. Enn áhugaverðari er deilan þó eflaust fyrir mannfræðinga.

Sakborningarnir lýsa yfir sakleysi sí­nu, enda telja þeir sig ekki hafa gert neitt refsivert. Þeir bera því­ við að á Pitcairn teljist stúlkur mannbærar í­ kringum tólf ára aldurinn. Málið snúist því­ um félagslega afstæðishyggju, þar sem ekki sé hægt að túlka vestrænt gildismat sem algilt.

Nú ætla ég alls ekki að gefa körlunum á Pitcairn neitt siðgæðisvottorð. Hvað mig varðar, getur meira en verið að þeir séu upp til hópa ofbeldismenn, hórkarlar, pedófí­lar og nauðgarar. – En segjum svo að fullyrðingar þeirra séu réttar. Þá fyrst verður málið nefnilega áhugavert.

Samfélagið á Pitcairn er ekki það eina í­ heiminum þar sem samræðisaldur er lágur. Sérstaða þess er hins vegar sú að í­búarnir eru af evrópskum uppruna.

Það er athyglisvert að út frá menningarlegri afstæðishyggju, getum við vesturlandabúar umborið ýmislegt í­ siðum og venjum fjarlægra þjóða. Önnur lögmál gilda hins vegar um hví­tt fólk. Hví­tir menn sem sofa hjá barnungum stúlkum teljast sjúkir glæpamenn og geta ekki borið við siðvenjum.

Á sama hátt er það athyglisvert að Pitcairn-búarnir sjálfir kjósa að verja sig með því­ að ví­sa til uppruna sí­ns frá Tahiti. Þannig segja þeir að hinn lági samræðisaldur sé hefð sem formæðurnar frá Tahiti hafi lagt til samfélagsins.

En hvers vegna að grí­pa til þeirrar skýringar? Uppreisnarmennirnir á The Bounty ólust upp í­ Bretlandi 18. aldar. Á þeim tí­ma var giftingaraldur kvenna tólf ár og dæmi voru til um yngri brúðir. Þetta voru siðvenjurnar í­ því­ samfélagi sem uppreisnarmennirnir yfirgáfu. Hvers vegna má ekki nota þær sem röksemd? Hvaða rök eru fyrir því­ að gildismat afkomenda brottfluttra breskra 18. aldar manna breytist í­ samræmi við sem gerist í­ gamla heimalandinu?

Er það ekki harla rasí­skt – ef menn eru fúsir að fallast á að brúnleitt fólk hafa óvenjulega siði – að neita að viðurkenna það sama þegar hví­tir menn eiga í­ hlut?

* * *

Luton tapaði í­ sendibí­labikarnum gegn Swansea í­ gær. Gott mál. Einni trufluninni færra. Næst er að standa sig gegn Tranmere. Það eu væntanlega sterkustu andstæðingarnir til þessa.

* * *

Heyrði í­ fréttunum að Jörundur íki væri farinn til Stjörnunnar í­ Garðabæ. Vonandi vegnar honum vel. Jöri er frábær náungi, það litla sem ég hef haft af honum að segja. Hann mætti nokkrum sinnum fyrir FRAM-leiki í­ sumar og spjallaði við stuðningsmennina um leikskipulagið o.fl. Toppmaður sem á eftir að rí­fa Stjörnuna upp.