Tasmanía eða Borneó

Sverrir kemur með góða ábendingu í­ athugasemdakerfinu mí­nu við sí­ðustu færslu: Ertu ekki annars að rugla saman tveimur persónum? „Villimaðurinn frá Borneó“ kemur fyrir í­ einhverjum sí­gildum bókmenntum en „uhyret fra Tasmanien“ er persóna í­ Andrésblöðunum (alveg kafloðin). Þetta er hárrétt. Nema að mig grunar að villimaðurinn frá Borneó hafi lí­ka verið vel hærður. Því­ […]

Hringborðið

Á gær mætti ég í­ fyrsta sinn á karlaklúbbsfund. Ekki svo að skilja að ég ætli að gerast meðlimur í­ slí­kum klúbbi, heldur var ég framsögumaður ásamt Ólafi Teiti Guðnasyni í­ umræðum um Fahrenheit 9/11. Myndin var sýnd áður en haldið var á veitingastað. Þá er ég loksins búinn að sjá þessa umtöluðu mynd. Ólafur […]

Vörtur

Þegar Óli Jó bauð sig fram til skólastjórnarfulltrúa í­ MR í­ gamla daga, tókust tveir á um embættið. Hann og Hjörtur nokkur sem mig minnir að hafi verið Guðmundsson. Hjörtur var Heimdellingur, sem gerði það að verkum að stór hluti hægrimanna kaus hann af þrælslundinni. Skólastjórnarbaráttan bauð ekki upp á æsilega kosningabaráttu. Aðalverkefni skólastjórnarfulltrúa nemenda […]

Svikinn héri

Þegar staðan var orðin hvað verst í­ leikjunum í­ gær, fór pabbi út í­ búð og keypti inn fyrir kvöldmatinn. Þar sem FRAM virtist nokkuð örugglega fallið ákvað hann að hugga mig með því­ að haga svikinn héra í­ matinn (sem heitir reyndar ýmist svikinn héri og falskur héri). Það er huggunarmaturinn minn og hefur […]

Skorinn úr snörunni

Fór að heiman og í­ nettengda tölvu til að rigga upp fótboltapistli fyrir DV morgundagsins. Var í­ bölvaðri klemmu. Vangaveltupistill um fótbolta sem birtist daginn eftir lokaumferð Íslandsmótsins verður að fjalla um nýkrýnda Íslandsmeistara, ekki satt? Umferðinn hefst hins vegar kl. 16 og skilafresturinn á efninu rennur út um það leyti sem flautað er til […]

Bláklukkur

Á gærkvöld kláraði ég leikskránna fyrir næsta leik FRAM á sunnudaginn kemur. Leiðari hennar leggur út af bókinni „Bí­tlar eða bláklukkur“ eftir Jennu og Hreiðar. ístæða þess að ég svo mikið sem veit um tilvist þessarar bókar er sérstök. Þannig er að í­ Melaskólanum var bekkjunum skipt upp þegar kom að leikfimi. Annað kynið var […]

Snúningar

Annasamur dagur í­ gær. Fékk hóp af krökkum frá Danmörku og úr Garðinum í­ heimsókn – 10. bekkinga. Svo virðist sem kennarar séu farnir að fatta það almennt að í­ Rafheimum sé hægt að semja um að fá kennslu á dönsku/skandinaví­sku fyrir danska skiptinemahópa. Á þessu sem öðru gildir að rétti maður litla fingur er […]

Skrítin frétt

Mogginn slær því­ upp í­ dag að Þjóðverjar vilji ekki leika opnunarleikinn á HM 2006. Á fréttinni segir: Þjóðverjar ætla ekki að leika upphafsleikinn í­ heimsmeistarakeppninni í­ knattspyrnu, sem fer fram í­ Þýskalandi 2006. Þeir telja að rétt sé að heimsmeistararnir frá Brasilí­u leiki upphafsleikinn á hinum nýja leikvelli í­ Mí¼nchen, Allianz Stadium, 9. júní­. […]

Verkfall

Guttinn sem kosinn var Heimdallarformaður um daginn var nokkuð óheppinn þegar hann talaði um að „kennarar tækju nemendur sí­na í­ gí­slingu“ með því­ að fara í­ verkfall. Þetta gerði hann sama dag og verið var að jarðsetja krakkana úr rússneska skólanum. Gott og vel, þetta væl um vesalings börnin er sama tuggan og fólk hefur […]

Grannaslagur

Kostuleg frásögn Fréttablaðsins af dólgslátum 2.flokks HK, sem hafði Íslandsmeistaratitilinn af Blikum með því­ að taka af þeim stig í­ lokaleiknum og fögnuðu svo eins og óðir menn – brunuðu jafnvel í­ Hafnarfjörðinn til að hylla Íslandsmeistara Skagamanna. Fréttablaðsskrí­bentinn var ákaflega sár yfir þessu öllu saman og tuðaði yfir óí­þróttamannslegri hegðun. Kannski – en svona […]