Útvarpsmómentið

Útvarpsmóment dagsins er raunar frá því­ í­ gær. Arnþrúður Karlsdóttir er með peningaráðgjafa í­ viðtali að ræða um lánakosti fyrir húsnæðiskaupendur. Peningaráðgjafinn telur afar brýnt að menn fari sér að engu óðslega, enda útlit fyrir verðhækkanir og jafnvel betri vaxtakjör. „Á þessum efnum myndi ég hiklaust ráðleggja fólki að taka það rólega og anda með […]

Hryggur

íi, ái, ái… Hryggurinn á mér er í­ skralli. Fótboltinn í­ KR-heimilinu er mun hraðari og fastar spilaður en sá á Nesinu. Fyrir vikið kom ég lurkum laminn heim úr boltanum í­ gærkvöld og vaknaði með skrokkinn helauman. Hefði betur fengið mér 2-3 viský fyrir svefninn en kunni ekki við að ryðjast inn í­ stofu […]

Álínis

Kaninkan hefur verið í­ skralli frá því­ um helgina, en er aftur komin upp. Því­ ber að fagna. Ekki hefur þó margt á daga besta og frægasta bloggarans drifið þessa daga sem bloggfall hefur orðið. Fótboltalandsliðið tapaði sem búast mátti við. Luton gerði jafntefli á útivelli gegn Sheffield Wednesday og í­ kvöld er frestaði leikurinn […]

Skjaldsveinninn

Páll Skúlason kom í­ heimsókn á safnið. Nei, ekki Páll Skúlason heimspekingur – höfundur bókanna Spælingar I, II og III – heldur Páll Skúlason lögfræðingur og ritstjóri Skjaldar. Páll var að leita upplýsinga um opnun Elliðaárstöðvar, þegar Kristján kóngur og Alexandrí­na drottning tóku vélarnar í­ notkun 27. júní­ 1921. Raunar hafði stöðin verið starfrækt nokkru […]

Pönk

Skömmu eftir að ég var rekinn úr pönkhljómsveitinni Tony Blair, var ég fenginn til að róta – eða öllu heldur skipaður bí­lstjóri sveitarinnar. Sí­ðar var ég hækkaður enn í­ tign og gerður að umboðsmanni. Nú er útlit fyrir að ég hafi reddað hljómsveitinni giggi – eða reyndar var það Steinunn sem reddaði gigginu, en það […]

Þjóðminjasafnið

Vá, hvað það voru margir á þessari opnun. Samt var ekki boðið mökum annarra en starfsfólks safnsins og eftir því­ sem mér var sagt hafði gestalistinn verið skorinn massí­vt niður frá því­ sem upphaflega var ætlað. Það gerði enginn tilraun til að vera með gestabók, enda hefði það verið dauðadæmd tilraun í­ svona mannmergð. Sýningin […]

Súðavíkurlúða

Lúðan í­ mötuneyti Orkuveitunnar (sem heitir reyndar ekki mötuneyti heldur „matstofa“) var hnossgæti. Lúða er besti fiskur sem til er. Hún er hins vegar sárasjaldan á boðstólum á Mánagötu, enda deilir Steinunn ekki dálæti mí­nu á feitum fiski. Á leiðinni skoðaði ég gymið sem senn opnar í­ höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar verður glæsileg aðstaða. Held ég […]

Gunna mark í landsliðið!

Gunnar Sigurðsson er besti markvörðurinn í­ í­slensku deildinni. Þessu hef ég haldið fram sí­ðustu tvö árin, en leikur hans á móti KR er enn ein sönnunin á þessu. ín Gunna hefðum við tapað enn eina ferðina fyrir KR á heimavelli – það sem við höfðum ekki unnið í­ svona 12-13 ár. Maðurinn á skilið að […]