Jæja, ekki fór drátturinn í fyrstu umferð enska bikarsins eins vel og vonast var til. 2. deildalið Southend (lesist: fjórðudeildarlið) á útivelli. Stuðningsmennirnir eru pirraðir því í síðustu 22 bikarleikjum Luton hafa 18 verið á útivelli. Sjálfur var ég að vonast eftir útileik gegn utandeildarliði. Slíkir leikir rata oft í útsendingu á Sky. Tel nánast …
Monthly Archives: október 2004
Sigur!
Ég geri ekki kröfu til þess að lesendur þessarar síðu skilji innviði innanfélagspólitíkurinnar í MS-félaginu. Ég ætla samt að blogga um niðurstöðu aðalfundarins í dag, enda er þetta mál sem skiptir MIG máli og markmiðið með þessu bloggi er jú að gefa mynd af MINNI heimsmynd, MíNUM tilfinningum og MíNUM skoðunum. Á fyrra var haldinn …
Porcupine
Conquering myself until I see another hurdle approaching. Say we can, say we will, Not just another drop in the ocean. Leit í Smáralindina til að sjá hvort Þorvaldur vinnufélagi væri genginn af göflunum yfir að sjá óðum verkfallsbörnum fyrir afþreyingu með leiktækjum frá Rafheimum. Þorvaldur hefur sterk bein og tórir enn. Gat ekki stillt …
Sælt er sameiginlegt skipbrot
Boris Johnson ritstjóri The Spectator skrifaði um daginn leiðara sem gerði allt vitlaust í Bretlandi, en þó einkum í Liverpool-borg. Hann lagði út af viðbrögðunum þar í borg vegna dauða Kenneths Bigleys sem drepinn var í írak sem frægt er orðið. Egill Helgason fjallaði um málið á bloggsíðunni sinni um daginn. Egill gerir reyndar mest …
Maus og snatt
Mikið maus og bögg bíður í dag blogglistamannsins, sem til skamms tíma var besti og frægasti bloggarinn. Vegna sýningar orkufyrirtækjanna í Smáralind munu Rafheimar lána allskonar dót og drasl, sem flytja þarf á staðinn án þess að allt fari í steik. Það er ekki gaman, einkum þar sem Óli Guðmunds er ekki á staðnum til …
Krítískt
Ræddi við bifvélavirkjann áðan. Hann segir að stýrið sé í skralli og að ég muni varla fá það í gegnum skoðun eftir stendur vandamálið með sætið og fleira smálegt. Við urðum sammála um að hann myndi láta bílinn vaða í skoðun í fyrramálið og svo myndum við sjá til hversu miklar athugasemdir væru gerðar. Á …
Reykjavík ber nafn með rentu
Byrjaði daginn í Bílhúsinu, besta bifreiðaverkstæði landsins í sjálfum höfuðstað bílaverkstæðanna – Kópavogi. Svipurinn á bifvélavirkjanum var ekki uppörvandi þegar ég fór að lýsa hversu víða olía læki niður úr Bláa draumnum. Hann byrjaði að milda áfallið með því að leggja ríka áherslu á það hversu lengi bílinn hefði þó enst… Fæ að vita meira …
Svíðingar
Er rétt að kalla föður sinn svíðing? Jú, því um helgina vorum við feðgarnir í málningarvinnu hér á Mánagötunni. Meðal verkfæra var hitabyssa frá Óla Guðmunds sem við notuðum til að svíða burt málningu – það er sannkallað svíðingsverk! Við sviðum reyndar af kappi frekar en forsjá og það kom sprunga í eina af rúðunum …
Gervilimir
Er Live and Let Die lélegasta Bond-myndin? Svei mér þá, ef það er ekki bara svo! Margar hafa Bond-stúlkurnar verið slappar, en blökkustelpan Rosie er fer nærri því að vera sú verst leikna. Tarot-spilalesarinn lék betur, en það var ekki hægt annað en að fá kjánahroll yfir afmeyjunarsenunni þar sem hún glataði spádómsgáfunni í bælinu …
SHIFT-3
Það er greinilegt að hið nýja nafn mitt: #, mælist vel fyrir hjá lesendum. Nokkrir hafa lýst áhyggjum yfir því að bloggsenan íslenska muni gjalda fyrir að eiga sér ekki lengur leiðtoga og í stað elitísks valdastrúktúrs taki við flatneskja og meðalmennska. Ég hef engar áhyggjur af því. Stóra spurning dagsins á athugasemdakerfinu hefur snúið …