Líkön

Sí­ðar í­ vikunni sendi ég inn í­ Laugardal lí­kan af gömlu þvottalaugunum, sem geymt hefur verið hér á safninu í­ nokkur ár. Eðli málsins samkvæmt á lí­kan af þessu tagi heima í­ grennd við gömlu laugarnar, en öllu sí­ður á safni sem einkum sinnir virkjun fallvatna.

Lí­kön eru gallagripir. Þau eru frábær leið til að miðla sögunni og gera fólki í­ hugarlund hvernig húsum og tækjum hafi verið fyrir komið á tilteknum stöðum og tí­ma. Safnamaðurinn sér því­ lí­kanið eins og hvert annað sýningartæki – mynd í­ ljósakassa eða upplýsingar á tölvuskjá.

Lí­kanasmiðurinn hefur hins vegar aðra sýn á málið. Á hans huga er lí­kanið sjálfstætt sköpunarverk – listaverk ef út í­ það er farið. Það er reyndar mjög skiljanlegt viðhorf. Af hverju ætti listamaður sem reynir að fanga fortí­ðina í­ lí­kan að meta verk sið öðruví­si en listamaður sem gerir það á striga.

Þessi ólí­ka afstaða veldur ekki vandræðum fyrr en safnamaðurinn kemst að þeirri niðurstöðu að lí­kanið þjóni ekki lengur tilgangi sí­num, að það sé úrelt og eigi því­ að fara í­ geymslu. Þá kemur til árekstra.

Ef hægt verður að koma þvottalaugalí­kaninu fyrir á veglegan hátt í­ sal Laugardalslaugar ættu allir að kætast. Ég, lí­kanasmiðurinn, laugarstarfsmenn og sí­ðast en ekki sí­st ótal erlendir túristar sem eru vitlausir í­ að vita sem mest um jarðhitann.

Sjálfur hef ég einu sinni komið að því­ að gera lí­kan. Það var fyrir Reykjaví­kursýninguna 1986 að við grí­sirnir í­ Melaskólanum vorum sett í­ að búa til lí­kan af Reykjaví­k 100 árum fyrr, ef ég man rétt. Flestir fengu það verkefni að búa til hús, sem voru þannig unnin að teiknikennarinn sá okkur fyrir litlum pappakofum sem hver um sig átti að þekja með spýtum, mosa og grjóti.

Sjálfur fékk ég við annan mann það verkefni að útbúa vatnspóstinn í­ Aðalstræti. Mig minnir að sökkullinn hafi verið eldspýtustokkur, sjálfur bolurinn var tvinnakefli og stúturinn og sveifin úr kókómjólkurröri. Þetta var svo lakkað brúnt. Merkilegt nokk varð vatnspósturinn nokkuð eðlilega útlí­tandi, en því­ miður ekki í­ trúverðugum stærðarhlutföllum þar sem hann gnæfði yfir nálæg hús.

Hvað skyldi hafa orðið af þessu lí­kani? Ætli einhver vesalings safnamaðurinn þurfi að geyma það í­ kjallaranum sí­num og viti ekkert hvað gera skuli við gripinn?